Vinnumarkaður - 

06. mars 2023

Félag flugmálastarfsmanna og SA undirrita kjarasamning

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Félag flugmálastarfsmanna og SA undirrita kjarasamning

Samninganefndir SA og Félags flugmálastarfsmanna hafa undirritað nýjan kjarasamning.

Til stóð að yfirvinnubann félagsmanna hæfist á föstudag, en því var aflýst samdægurs.

Undir kjarasamninginn falla um 400 félagsmenn FFR og er hann samhljóða þeim kjarasamningum sem undirritaðir hafa verið á almennum vinnumarkaði og samþykktir með miklum meirihluta félagsmanna þeirra stéttarfélaga. Þetta er skammtímasamningur sem rennur út í janúar á næsta ári með fullri afturvirkni launa frá 1. nóvember.

Á undanförnum dögum hefur auk þess verið gengið frá fjölda sérkjarasamninga og fyrirtækjaþátta kjarasamninga eftir stefnumarkandi kjarasamningum SA við stéttarfélög á almennum vinnumarkaði; Brú að bættum lífskjörum. Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins geta nálgast kjarasamningana og leiðbeiningar um þá hér á vinnumarkaðsvef samtakanna.

Samtök atvinnulífsins