Vinnumarkaður - 

14. mars 2008

Febrúarsamningarnir samþykktir alls staðar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Febrúarsamningarnir samþykktir alls staðar

Atkvæðagreiðslur um samningana sem undirritaðir voru 17. febrúar síðastliðinn milli SA og landssambanda ASÍ stóðu yfir allt til 12. mars og voru þeir voru samþykktir í öllum stéttarfélögunum með miklum meirihluta. Samningarnir voru einnig samþykktir í heildaratkvæðagreiðslu hjá SA með miklum mun. Hér er að finna yfirlit yfir atkvæðagreiðslurnar og samanburð við samningana 2004. Í heild var þátttaka í atkvæðagreiðslunum svipuð árið 2004 og nú meðal landssambanda og stærstu félaga innan ASÍ, þ.e. 18% samanborið við 17% nú. Þá voru 70% samþykkir samningunum en 80% nú.

Atkvæðagreiðslur um samningana sem undirritaðir voru 17. febrúar síðastliðinn milli SA og landssambanda ASÍ stóðu yfir allt til 12. mars og voru þeir voru samþykktir í öllum stéttarfélögunum með miklum meirihluta. Samningarnir voru einnig samþykktir í heildaratkvæðagreiðslu hjá SA með miklum mun. Hér er að finna yfirlit yfir atkvæðagreiðslurnar og samanburð við samningana 2004. Í heild var þátttaka í atkvæðagreiðslunum svipuð árið 2004 og nú meðal landssambanda og stærstu félaga innan ASÍ, þ.e. 18% samanborið við 17% nú. Þá voru 70% samþykkir samningunum en 80% nú.

Atkvæðagreiðslurnar voru 53 samtals, þar af 8 sem tóku til stéttarfélaga á landsgrundvelli, 2 tóku til höfuðborgarsvæðisins (VR og Flóabandalagið) og 43 sérstakar atkvæðagreiðslur fóru fram á landsbyggðinni. Atkvæðagreiðslurnar á landsbyggðinni skiptast þannig að hjá stéttarfélögum verkafólks voru þær 19, hjá stéttarfélögum verslunarmanna 14 og hjá Samiðn - sambandi iðnfélaga 10.

Þegar á heildina er litið voru tæplega 71 þúsund manns á kjörskrá hjá stéttarfélögunum og þar af greiddu liðlega 12 þúsund atkvæði eða 17%. Atkvæði féllu þannig að 80% studdu samningana, 18% voru andvígir og 2% skiluðu auðu.

Átta samningar voru undirritaðir samtímis þann 17. febrúar. Þeir skiptust þannig að þrír þeirra voru við landssambönd fyrir hönd aðildarfélaga þeirra, fjórir voru við landsfélög iðnaðarmanna og einn við samflot stéttarfélaga verkafólks á höfuðborgarsvæðinu, Flóabandalagið.

Af samningunum átta tekur samningur verslunarmanna til flestra eða rúmlega 25.000 launamanna. Starfsgreinasambandið er þó fjölmennast, með um 32.000 launamenn innan sinna raða, en tveir nánast samhljóða samningar voru gerðir við félög innan þess. Samningarnir við félög iðnaðarmanna taka til tæplega 14.000 launamanna. Hlutfallsleg skipting starfsstéttanna er þannig að verkafólk er 45% alls hópsins, verslunarmenn 36% og iðnaðarmenn 19%.

Þegar öll félögin eru lögð saman greiddu liðlega 12.000 manns atkvæði um samningana eða 17% þeirra sem voru á kjörskrá. Mesta hlutfallslega þátttakan var hjá bókagerðarmönnum, 33%, en minnst hjá Matvís (landsfélagi kokka, þjóna, bakara og kjötiðnaðarmanna), 12%. Stuðningur við samninginn var 80% þegar á heildina er litið og var mestur stuðningur við samninginn var hjá Flóabandalaginu, 85%, en minnstur hjá VM (Félagi vélstjórnar- og málmtæknimanna), 65%.

Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu 

Samanburður við samningana 2004

Samningarnir 2004 við landssambönd og stærstu félög innan ASÍ fóru þannig fram að fyrst var samið við Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið í byrjun mars, næst var samið við RSÍ um miðjan apríl, viku síðar við verslunarmenn, þá við Matvís í síðari hluta maí, skömmu síðar við Samiðn og loks við bókagerðarmenn í lok júní. Á þeim tíma var VM ekki til en samningur SA og vélstjóra fór ekki í atkvæðagreiðslu.

Árið 2004 voru 58.000 manns á kjörskrá hjá framangreindum landssamböndum og landsfélögum ASÍ og hefur því fjölgað um 13.000 manns í félögunum á þessum fjórum árum. Mesta fjölgunin varð í félögum verkafólks, um 9.000 manns, um 3.300 í félögum iðnaðarmanna og um tæplega 700 manns í verslunarmannafélögunum.

 Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu 

Í heild var þátttaka í atkvæðagreiðslunum svipuð árið 2004 og nú, þ.e. 18% samanborið við 17% nú. Þá voru 70% samþykkir samningunum en 80% nú.

Samtök atvinnulífsins