Efnahagsmál - 

19. mars 2009

Fé betur geymt á ríkistryggðum reikningum en í atvinnulífinu?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fé betur geymt á ríkistryggðum reikningum en í atvinnulífinu?

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, verður að svara því hvað hún telji siðlega ávöxtun í íslensku atvinnulífi samanborið við þá vexti sem fyrirtækjum er gert að greiða af lánsfé. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við mbl - Sjónvarp. Hann er ósáttur við orð Jóhönnu sem sagði argreiðslur HB Granda siðlausar á meðan umsömdum launahækkunum starfsfólks væri frestað. Fjárfestar geti valið að leggja peninga frekar á ríkistryggða reikninga með mikilli ávöxtun í stað þess að standa í ótryggum atvinnurekstri.

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, verður að svara því hvað hún telji siðlega ávöxtun í íslensku atvinnulífi samanborið við þá vexti sem fyrirtækjum er gert að greiða af lánsfé. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við mbl - Sjónvarp. Hann er ósáttur við orð Jóhönnu sem sagði argreiðslur HB Granda siðlausar á meðan umsömdum launahækkunum starfsfólks væri frestað. Fjárfestar geti valið að leggja peninga frekar á ríkistryggða reikninga með mikilli ávöxtun í stað þess að standa í ótryggum atvinnurekstri.

Vilhjálmur segir fyrirtæki reyna að halda í starfsfólk sitt um þessar mundir og gera eins vel við það og kostur er. Þau þurfi ekki á þeim skilaboðum að halda frá forsætisráðherra að þau gangi fram með ósiðlegum hætti þegar þau hafi enga samninga brotið og ekki gert neitt af sér annað en að byggja upp sína starfsemi. Unnið sé að lausn í deilu verkalýðsfélaganna og HB Granda.

Sjá nánar á mbl.is

Samtök atvinnulífsins