Efnahagsmál - 

09. febrúar 2009

Fáum málin á hreint

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fáum málin á hreint

Frá upphafi kreppunnar hefur borið á stórum yfirlýsingum um hörmulegt ástand þjóðarbúsins sem skapað hefur ótta og dregið kjark úr fólki. Skemmst er að minnast yfirlýsinga strax í kjölfar bankahrunsins um að hér yrði matar- og olíuskortur, nokkrir hagfræðingar spáðu fyrir áramót að 40 þúsund manns yrðu atvinnulausir í mars 2009, aðrir spáðu hér þriggja stafa óðaverðbólgu og birtar voru tölur sem sýndu að ríkissjóður skuldaði um þrjú þúsund milljarða króna eða sem nemur um 40 milljónum á fjögurra manna fjölskyldu. "Reynum að vanda okkur í yfirlýsingum," segir Þór Sigfússon, formaður SA. "Vandræðin eru alveg nóg til þess að við séum ekki að ýkja þau þannig að fólk óttist gjaldþrot íslenska ríkisins og almennan matarskort."

Frá upphafi kreppunnar hefur borið á stórum yfirlýsingum um hörmulegt ástand þjóðarbúsins sem skapað hefur ótta og dregið kjark úr fólki. Skemmst er að minnast yfirlýsinga strax í kjölfar bankahrunsins um að hér yrði matar- og olíuskortur, nokkrir hagfræðingar spáðu fyrir áramót að 40 þúsund manns yrðu atvinnulausir í mars 2009, aðrir spáðu hér þriggja stafa óðaverðbólgu og birtar voru tölur sem sýndu að ríkissjóður skuldaði um þrjú þúsund milljarða króna eða sem nemur um 40 milljónum á fjögurra manna fjölskyldu.  "Reynum að vanda okkur í yfirlýsingum," segir Þór Sigfússon, formaður SA. "Vandræðin eru alveg nóg til þess að við séum ekki að ýkja þau þannig að fólk óttist gjaldþrot íslenska ríkisins og almennan matarskort."

Samtök atvinnulífsins hafa lagt áherslu á að fólk fái eins raunsanna mynd af ástandi efnahags- og ríkisfjármála og frekast er kostur, gagnrýnt rangar ákvarðanir og ákvarðanaleysi. "Aðhald atvinnulífsins og aðila vinnumarkaðarins gagnvart stjórnvöldum er afar mikilvægt og við munum kappkosta að sinna því áfram sem best," segir formaður SA.

"Við munum áfram hvetja fólk og fyrirtæki til dáða eins og við höfum gert allt frá því kreppan skall á. Langtímahorfurnar eru öfundsverðar fyrir Íslendinga. Við þurfum hins vegar að berjast gegn atvinnuleysi af fullum krafti og koma fyrirtækjunum af stað aftur. Mikilvægur þáttur í því er að faglega sé staðið að umfjöllun um stöðu mála hérlendis," segir Þór Sigfússon.

SA hafa birt og munu á næstunni birta greinar sem er ætlað að upplýsa fyrirtæki og almenning um stöðu mála m.a. um stöðu ríkissjóðs og fleiri grunnstærðir. Þessar greinar er að finna á vef SA undir yfirskriftinni Fáum málin á hreint!

Sjá nánar:

Fáum málin á hreint - greinar SA

Samtök atvinnulífsins