Samkeppnishæfni - 

22. Oktober 2015

Fasteignaskattar hækka

Skattamál

Skattamál

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fasteignaskattar hækka

Þjóðskrá Íslands hefur birt nýtt fasteignamat sem taka á gildi í janúar 2016. Hækkun mats á atvinnuhúsnæði er 2,4%. Á síðasta ári hækkaði fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 12,4% en ennþá meira á stórum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu eða um 18%. Fasteignagjöld hefðu hækkað um sambærilegt hlutfall, eða alls um 1.300 milljónir króna á landinu öllu, en vegna þess að ákveðið var að hækkun síðasta árs taki gildi í áföngum munu fasteignaeigendur ekki finna að fullu fyrir hækkuninni fyrr en með álagningu gjaldanna á árinu 2016.

Þjóðskrá Íslands hefur birt nýtt fasteignamat sem taka á gildi í janúar 2016. Hækkun mats á atvinnuhúsnæði er 2,4%. Á síðasta ári hækkaði fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 12,4% en ennþá meira á stórum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu eða um 18%. Fasteignagjöld hefðu hækkað um sambærilegt hlutfall, eða alls um 1.300 milljónir króna á landinu öllu, en vegna þess að ákveðið var að hækkun síðasta árs taki gildi í áföngum  munu fasteignaeigendur ekki finna að fullu fyrir hækkuninni fyrr en með álagningu gjaldanna á árinu 2016.

Kærufrestur vegna fasteignamats þessa árs er nú liðinn en ávallt er hægt að óska eftir upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands og jafnframt til að inna af hendi greiðslu með fyrirvara um lögmæti en fyrirhuguð eru dómsmál þar sem skorið verður úr um lögmæti breytinganna og mun niðurstaða þeirra hafa fordæmisgildi fyrir allt atvinnulífið.

Sjá nánar hér

Samtök atvinnulífsins