Efnahagsmál - 

07. október 2003

Færist fé á færri hendur?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Færist fé á færri hendur?

Því er stundum haldið fram að eigur manna séu sífellt að færast á færri hendur, að bilið milli ríkra og fátækra sé að aukast og jafnvel að hinir fátæku séu stöðugt að verða fátækari. Þegar skoðað er hvernig þessu er farið hérlendis með tilliti til eigna sem liggja til grundvallar eignarskatti má sjá að þeim sem greiða engan eignarskatt og eiga því engar eignir honum til grundvallar fækkaði um tæplega 3.000 manns, úr 66 þúsund í rétt ríflega 63 þúsund, á árunum 1996-2001. Fjölgun þeirra sem greiddu eignarskatt árið 2001 miðað við eignarskattsgreiðendur árið 1996 nam um 10,1%. Hópurinn sem á minna en eina milljón til grundvallar skattinum minnkaði um 6% á tímabilinu en hópurinn sem greiðir eignarskatt af 1,5 - 4 milljónum hefur sömuleiðis minnkað um 19%. Hins vegar hefur hópurinn sem greiðir af 4,5-10 milljónum stækkað um 35%. Loks hefur þeim sem eiga eignir upp á 20 milljónir eða meira fjölgað verulega, fjöldi þeirra ríflega þrefaldast eða úr ríflega 800 manns í tæplega 2700.

Því er stundum haldið fram að eigur manna séu sífellt að færast á færri hendur, að bilið milli ríkra og fátækra sé að aukast og jafnvel að hinir fátæku séu stöðugt að verða fátækari. Þegar skoðað er hvernig þessu er farið hérlendis með tilliti til eigna sem liggja til grundvallar eignarskatti má sjá að þeim sem greiða engan eignarskatt og eiga því engar eignir honum til grundvallar fækkaði um tæplega 3.000 manns, úr 66 þúsund í rétt ríflega 63 þúsund, á árunum 1996-2001.  Fjölgun þeirra sem greiddu eignarskatt árið 2001 miðað við eignarskattsgreiðendur árið 1996 nam um 10,1%. Hópurinn sem á  minna en eina milljón til grundvallar skattinum minnkaði um 6% á tímabilinu en hópurinn sem greiðir eignarskatt af 1,5 - 4 milljónum hefur sömuleiðis minnkað um 19%. Hins vegar hefur hópurinn sem greiðir af 4,5-10 milljónum stækkað um 35%. Loks hefur þeim sem eiga eignir upp á 20 milljónir eða meira fjölgað verulega, fjöldi þeirra ríflega þrefaldast eða úr ríflega 800 manns í tæplega 2700.

(Smellið á mynd)

Það er því ánægjulegt að sjá að eignafólki hefur ekki einasta fjölgað heldur hefur þeim sem eiga meiri eignir fjölgað verulega.

Samtök atvinnulífsins