Fréttir - 

29. Mars 2017

Eyjólfur Árni Rafnsson nýr formaður Samtaka atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Eyjólfur Árni Rafnsson nýr formaður Samtaka atvinnulífsins

Eyjólfur Árni Rafnsson, er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Eyjólfur var kjörinn í rafrænni atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja SA, í aðdraganda aðalfundar SA sem fram fór í dag. Eyjólfur hlaut 93% greiddra atkvæða og var þátttaka góð.

Eyjólfur Árni Rafnsson, er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Eyjólfur var kjörinn í rafrænni atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja SA, í aðdraganda aðalfundar SA sem fram fór í dag. Eyjólfur hlaut 93% greiddra atkvæða og var þátttaka góð.

Eyjólfur Árni hefur setið í stjórn Samtaka atvinnulífsins frá 2014 og í framkvæmdastjórn samtakanna síðastliðið ár. Frá árinu 2014 hefur hann átt sæti í stjórn Samtaka iðnaðarins og jafnframt verið varaformaður SI.

Eyjólfur Árni er húsasmiður að mennt og lauk síðar doktorsnámi í byggingarverkfræði. Hann hefur undanfarin 20 ár verið í stjórnunarstörfum í íslensku atvinnulífi. Hann var forstjóri Mannvits hf. og forvera þess félags í 12 ár til ársloka 2015. Frá 2016 hefur Eyjólfur Árni sinnt ýmsum ráðgjafa- og stjórnarstörfum.

Eyjólfur Árni er fæddur árið 1957 og er kvæntur Egilínu S. Guðgeirsdóttur og eiga þau fjóra uppkomna syni.

Samtök atvinnulífsins