Vinnumarkaður - 

24. júlí 2001

Eyðni og vinnumarkaðurinn

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Eyðni og vinnumarkaðurinn

Á vettvangi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) hafa verið samþykktar leiðbeinandi reglur um baráttuna gegn útbreiðslu eyðni og um stöðu HIV-smitaðra á vinnumarkaði. Í fréttatilkynningu stofnunarinnar kemur fram að af þeim 36 milljónum sem taldar eru smitaðar af HIV-veirunni í heiminum séu a.m.k. 23 milljónir á vinnumarkaði. Í leiðbeinandi reglum ILO er m.a. fjallað um hvernig fyrirtæki og aðilar vinnumarkaðar geta lagt sitt af mörkum til að hamla gegn útbreiðslu HIV-veirunnar og um stöðu HIV-smitaðra á vinnustöðum.

Á vettvangi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) hafa verið samþykktar leiðbeinandi reglur um baráttuna gegn útbreiðslu eyðni og um stöðu HIV-smitaðra á vinnumarkaði. Í fréttatilkynningu stofnunarinnar kemur fram að af þeim 36 milljónum sem taldar eru smitaðar af HIV-veirunni í heiminum séu a.m.k. 23 milljónir á vinnumarkaði. Í leiðbeinandi reglum ILO er m.a. fjallað um hvernig fyrirtæki og aðilar vinnumarkaðar geta lagt sitt af mörkum til að hamla gegn útbreiðslu HIV-veirunnar og um stöðu HIV-smitaðra á vinnustöðum.

Alþjóðasamtök atvinnurekenda (IOE) hyggjast gefa út handbók af þessu tilefni og óska eftir reynslusögum frá atvinnurekendum. Samtök atvinnulífsins vilja gjarnan taka þátt í verkefninu og því eru atvinnurekendur hvattir til að koma hugsanlegum reynslusögum sínum á framfæri við SA.

Sjá fréttatilkynningu á heimasíðu ILO.

Sjá hinar leiðbeinandi reglur á heimasíðu ILO (pdf-snið).

Samtök atvinnulífsins