Efnahagsmál - 

04. Nóvember 2008

Evrópusamtök atvinnulífsins hvetja til alþjóðlegra aðgerða

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Evrópusamtök atvinnulífsins hvetja til alþjóðlegra aðgerða

Fjármálakrísan stingur nú víða niður fæti en þjóðir heims finna fyrir afleiðingum hennar í auknum mæli. Mun hagvöxtur í heiminum dragast umtalsvert saman sökum hennar. Aðkoma ríkisvaldsins að atvinnulífi hefur vaxið víða um heim og eru fjölmargir þættir í starfsumhverfi fyrirtækja til endurskoðunar. Evrópusamtök atvinnulífsins (BUSINESSEUROPE) hvöttu til þess í dag - í ljósi núverandi aðstæðna - að brugðist verði við yfirstandandi vanda á yfirvegaðan hátt með alþjóðlegri samvinnu svo endurvekja megi traust í viðskiptum, auka hagvöxt og fjölga störfum.

Fjármálakrísan stingur nú víða niður fæti en þjóðir heims finna fyrir afleiðingum hennar í auknum mæli. Mun hagvöxtur í heiminum dragast umtalsvert saman sökum hennar. Aðkoma ríkisvaldsins að atvinnulífi hefur vaxið víða um heim og eru fjölmargir þættir í starfsumhverfi fyrirtækja til endurskoðunar. Evrópusamtök atvinnulífsins (BUSINESSEUROPE) hvöttu til þess í dag - í ljósi núverandi aðstæðna - að brugðist verði við yfirstandandi vanda á yfirvegaðan hátt með alþjóðlegri samvinnu svo endurvekja megi traust í viðskiptum, auka hagvöxt og fjölga störfum.

Forseti BUSINESSEUROPE, Ernest Antoine Seilliére, undirstrikar þessa skoðun samtakanna í bréfi til Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB og Sarkozy forseta ráðherraráðs ESB. Seilliére fer ítarlega yfir stöðu mála út frá sjónarhóli BUSINESSEUROPE og hvetur þá til þess að leggja sitt af mörkum til að leggja grunn að alþjóðlegri aðgerðaáætlun svo endurreisa megi fjármálakerfi heimsins á traustum grunni og bæta stjórnarhætti fyrirtækja.

BUSINESSEUROPE telja IMF leika lykilhlutverk í því að bregðast við ástandinu og hvetja til þess sjóðnum verði gert kleift að sinna hlutverki sínu með fullnægjandi hætti. Samtökin taka undir nauðsyn þess að alþjóðlegt eftirlit með fjármálastarfsemi verði aukið en minna jafnframt á mikilvægi frjálsra viðskipta og vara við því að einstök ríki loki sig af með því að reisa verndarmúra. Líkur séu á því að efnahagslíf heimsins nái að rétta úr kútnum ef stjórnvöld bregðist rétt við hinni alþjóðlegu fjármálakrísu - með samhæfðum alþjóðlegum aðgerðum.

Sjá nánar:

Bréf BUSINESSEUROPE til Barroso og Sarkozy (PDF)

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins eru aðilar að BUSINESSEUROPE sem er málsvari yfir 20 milljón fyrirtækja í 40 löndum.

Samtök atvinnulífsins