Efnahagsmál - 

11. Janúar 2002

Evrópskt atvinnulíf kallar eftir samkeppnishæfni

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Evrópskt atvinnulíf kallar eftir samkeppnishæfni

Formenn samtaka atvinnulífs í öllum fimmtán aðildarríkjum ESB hafa sent forsætisráðherra Spánar, sem nú fer með formennsku í ESB, sameiginlegt opið bréf þar sem hann er hvattur til að sjá til þess að lífi verði blásið í það stóra verkefni að gera ESB að "samkeppnishæfasta efnahagsssvæði veraldar." Leiðtogar ESB settu sambandinu þetta markmið á fundi sínum í Lissabon fyrir tveimur árum síðan, og átti það að nást árið 2010.

Formenn samtaka atvinnulífs í öllum fimmtán aðildarríkjum ESB hafa sent forsætisráðherra Spánar, sem nú fer með formennsku í ESB, sameiginlegt opið bréf þar sem hann er hvattur til að sjá til þess að lífi verði blásið í það stóra verkefni að gera ESB að "samkeppnishæfasta efnahagsssvæði veraldar." Leiðtogar ESB settu sambandinu þetta markmið á fundi sínum í Lissabon fyrir tveimur árum síðan, og átti það að nást árið 2010.

Í bréfi formannanna er að finna ákall um aukinn sveigjanleika á vinnumarkaði og minni skriffinskubyrði. Þeir telja ESB ekki hafa staðið við framkvæmd þeirra markmiða sem sett voru í Lissabon. Þá er í bréfinu m.a. hvatt til frjálsari samkeppni á fjármálamörkuðum, í orkumálum, samgöngumálum og fjarskiptum, og til bættrar framkvæmdar einstakra aðildarríkja á reglum sem efla eiga frjálsa samkeppni.

Sjá opið bréf formanna samtaka atvinnulífs í öllum aðildarríkjum ESB (pdf-skjal).

Samtök atvinnulífsins