Samkeppnishæfni - 

20. Júní 2005

ESB-tilskipun um leysiefni: Ísland fær viðbótar frest

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

ESB-tilskipun um leysiefni: Ísland fær viðbótar frest

Ísland hefur fengið samþykktan þriggja ára viðbótar aðlögunarfrest til að uppfylla tiltekin ákvæði tilskipunar ESB um takmörkun á lífrænum leysiefnum í málningu, lakki o.fl., líkt og SA og SI fóru fram á í athugasemdum sínum til utanríkis-ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur komið á fót samráðshóp með SA o.fl. til að greina hagsmuni íslensks atvinnulífs við upptöku gerða í EES-samninginn. Sjá nánar í Stiklum, vefriti viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins (18. tbl. 2005).

Ísland hefur fengið samþykktan þriggja ára viðbótar aðlögunarfrest til að uppfylla tiltekin ákvæði tilskipunar ESB um takmörkun á lífrænum leysiefnum í málningu, lakki o.fl., líkt og SA og SI fóru fram á í athugasemdum sínum til utanríkis-ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur komið á fót samráðshóp með SA o.fl. til að greina hagsmuni íslensks atvinnulífs við upptöku gerða í EES-samninginn. Sjá nánar í Stiklum, vefriti viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins (18. tbl. 2005).

Samtök atvinnulífsins