Efnahagsmál - 

28. Ágúst 2009

ESB-hópar SA taka til starfa

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

ESB-hópar SA taka til starfa

Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að skipa sex starfshópa til að fjalla um málefni atvinnulífsins vegna aðildarumsóknar Íslands að ESB. Aðildarfélög SA munu fjalla um afstöðuna til ESB innan eigin raða út frá hagsmunum sinna atvinnugreina en starfshópum SA er ætlað að fjalla um málið út frá tilteknum atriðum sem snerta atvinnulífið sem heild.

Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að skipa sex starfshópa til að fjalla um málefni atvinnulífsins vegna aðildarumsóknar Íslands að ESB. Aðildarfélög SA munu fjalla um afstöðuna til ESB innan eigin raða út frá hagsmunum sinna atvinnugreina en starfshópum SA er ætlað að fjalla um málið út frá tilteknum atriðum sem snerta atvinnulífið sem heild.

Starfshóparnir eru opnir fulltrúum aðildarfélaga SA og eins þeim sem hafa sérþekkingu á viðkomandi málefnum sem nýtast í umfjöllun hópanna. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, og Róbert Trausti Árnason, verkefnastjóri Evrópumála hjá SA, munu hafa yfirumsjón með störfum hópanna og veita þeim liðsinni eftir þörfum.

Yfirlit yfir hópana, viðfangsefni þeirra og hópstjóra má nálgast hér að neðan. Stefnt er að því að þeir taki til starfa  innan skamms.

Áhugasömum um þátttöku er bent á að senda tölvupóst á viðkomandi hópstjóra (með því að smella á nöfn þeirra). Nánari fréttir af starfi hópanna verður að finna á vef SA og í fréttabréfi samtakanna.

Hópur 1: Yfirfærsla EES kafla - almennt

Róbert Trausti Árnason - Guðrún Björk Bjarnadóttir


Evrópskt samgöngu-, orku-, og fjarskiptanet

Réttarvarsla og grundvallarréttindi

Réttlæti, frelsi og öryggi borgara

Neytendamál

Upplýsingasamfélagið og fjölmiðlun

Samgöngumál

Hópur 2: Vinnumarkaðsmál

Hrafnhildur Stefánsdóttir

Frjálst flæði starfsfólks

Félagsmála- og atvinnustefna

Hópur 3: Alþjóðatengsl

Róbert Trausti Árnason

Utanríkis- öryggis- og varnarmál

Stofnanir

Annað

Hópur 4: Byggðamál

Guðlaugur Stefánsson - Pétur Reimarsson

Landbúnaðar- og byggðastefna

Héraðsstefna og staðbundin uppbygging

Hópur 5: Efnahagsmál

Hannes G. Sigurðsson - Guðlaugur Stefánsson


Skattamál

Efnahags- og myntbandalagið

Tollabandalagið

Fjárhagslegt eftirlit

Fjármál og fjárlög ESB

Hópur 6: Umhverfi
Pétur Reimarsson


Umhverfismál

Loftslagsmál

Samtök atvinnulífsins