Fréttir - 

11. Ágúst 2006

ESB-embættismenn sendir til starfa í fyrirtækjum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

ESB-embættismenn sendir til starfa í fyrirtækjum

Í stað þess að semja lög og reglur fyrir atvinnulífið munu 350 háttsettir embættismenn framkvæmdastjórnar ESB verja einni viku á næstu misserum innan smárra og meðalstórra fyrirtækja og kynnast þar daglegum veruleika í rekstri. Tilgangurinn er sá að auka innsýn þessara embættismanna – sem alla jafna semja lög og reglur fyrir atvinnulífið – í þennan daglega veruleika í fyrirtækjunum og að þeir öðlist betri skilning á þeim viðfangsefnum sem þar er við að glíma. Í kjölfarið er vonast til að gæði lagatextanna muni batna. Sjá nánar á vef framkvæmdastjórnar ESB.

Í stað þess að semja lög og reglur fyrir atvinnulífið munu 350 háttsettir embættismenn framkvæmdastjórnar ESB verja einni viku á næstu misserum innan smárra og meðalstórra fyrirtækja og kynnast þar daglegum veruleika í rekstri. Tilgangurinn er sá að auka innsýn þessara embættismanna – sem alla jafna semja lög og reglur fyrir atvinnulífið – í þennan daglega veruleika í fyrirtækjunum og að þeir öðlist betri skilning á þeim viðfangsefnum sem þar er við að glíma. Í kjölfarið er vonast til að gæði lagatextanna muni batna. Sjá nánar á vef framkvæmdastjórnar ESB.

Samtök atvinnulífsins