Vinnumarkaður - 

02. Mars 2005

ESB: 2006 verði ár hreyfanleika á vinnumarkaði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

ESB: 2006 verði ár hreyfanleika á vinnumarkaði

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áformar að lýsa árið 2006 ár hreyfanleika á vinnumarkaði. Ætlunin er að stuðla að því að fólk nýti sér í auknum mæli réttinn til að sækja sér vinnu í öðrum aðildarríkjum. Tilgangur þess er að auka skilvirkni á evrópskum vinnumarkaði og stuðla þannig að auknum hagvexti og þar með bættum lífskjörum. Frumkvæðið tengist svokölluðum Lissabon-markmiðum ESB um bætta samkeppnishæfni, en í því skyni telur framkvæmdastjórnin mjög mikilvægt að auka hreyfanleika á evrópskum vinnumarkaði sem er mjög lítill samanborið við t.d. þann bandaríska.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áformar að lýsa árið 2006 ár hreyfanleika á vinnumarkaði. Ætlunin er að stuðla að því að fólk nýti sér í auknum mæli réttinn til að sækja sér vinnu í öðrum aðildarríkjum. Tilgangur þess er að auka skilvirkni á evrópskum vinnumarkaði og stuðla þannig að auknum hagvexti og þar með bættum lífskjörum. Frumkvæðið tengist svokölluðum Lissabon-markmiðum ESB um bætta samkeppnishæfni, en í því skyni telur framkvæmdastjórnin mjög mikilvægt að auka hreyfanleika á evrópskum vinnumarkaði sem er mjög lítill samanborið við t.d. þann bandaríska.

Samtök atvinnulífsins