Efnahagsmál - 

27. október 2010

Er rétt að skattleggja tekjur erlendra aðila þyngra en innlendra?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Er rétt að skattleggja tekjur erlendra aðila þyngra en innlendra?

Miklu skiptir að íslensk skattalöggjöf hvetji til fjárfestinga erlendra aðila. Breytingar á tekjuskattslögum í lok árs 2009 hafa virkað þveröfugt. Ein breytingin felur í sér að skattandlag erlendra lögaðila verður ekki lengur tekjuskattstofn heldur tekjur. Tekjur erlendra aðila af t.a.m. vöxtum eru nú skattlagðar brúttó en ekki nettó eins og áður. Þessi breyting hefur gert Ísland að enn verri fjárfestingarkosti en þegar var orðið. Tekjur þessara aðila eru margskattlagðar, á meðan innlendir aðilar njóta sama fyrirkomulags og gilti áður. Samtök atvinnulífsins leggja því eindregið til að fallið verði frá þessari breytingu.

Miklu skiptir að íslensk skattalöggjöf hvetji til fjárfestinga erlendra aðila. Breytingar á tekjuskattslögum í lok árs 2009 hafa virkað þveröfugt. Ein breytingin felur í sér að skattandlag erlendra lögaðila verður ekki lengur tekjuskattstofn heldur tekjur. Tekjur erlendra aðila af t.a.m. vöxtum eru nú skattlagðar brúttó en ekki nettó eins og áður. Þessi breyting hefur gert Ísland að enn verri fjárfestingarkosti en þegar var orðið. Tekjur þessara aðila eru margskattlagðar, á meðan innlendir aðilar njóta sama fyrirkomulags og gilti áður. Samtök atvinnulífsins leggja því eindregið til að fallið verði frá þessari breytingu.

Rökstuðningur fjármálaráðuneytis með ofangreindri breytingu var sá auðveldara yrði að sjá hvaða skatthlutfall er í gildi fyrir þá aðila sem bera hér á landi takmarkaða skattskyldu. Þetta var sagt einföldun og hagræði jafnt fyrir skattyfirvöld og aðila með takmarkaða skattskyldu sem standa þurfa skil á staðgreiðslu vegna tekna.

Þessi breyting hefur óveruleg áhrif á tekjur ríkissjóðs en mun án efa draga úr vilja erlendra aðila til þess að koma með fjármagn til Íslands. Lagaákvæðið felur í sér að erlendir aðilar verða í einhverjum tilvikum skattlagðir þyngra en innlendir aðilar, þar sem þeir innlendu geta dregið kostnað frá við afmörkun skattstofns á meðan girt er fyrir það þegar erlendir aðilar eiga í hlut.

Þegar erlendir aðilar þurfa að greiða afdráttarskatta af brúttó tekjum sínum en innlendir aðilar af nettó leiðir það yfirleitt til hærri skattlagningar hinna erlendu aðila. Með þessu er verið að mismuna aðilum heimilisföstum á Íslandi og erlendum aðilum en það er óheimilt samkvæmt EES-samningnum.

Evrópudómstóllinn hefur í fjölda mála úrskurðað að mismunun eins og lýst er hér að ofan fáist ekki staðist. Þá hefur Evrópudómstólinn komist að þeirri niðurstöðu að gjöld sem tengd eru við tekjuöflun erlendra aðila í upprunaríki eigi að vera frádráttarbær í því ríki. Skiptir þá ekki máli hvar og hvenær slík gjöld hafa fallið til. Höfði erlendur aðili mál gegn íslenska ríkinu vegna ofangreindra brota á samningsskuldbindingum Íslands er næsta víst að slíkt myndi leiða til bótaskyldu fyrir íslenska ríkið. Í kjölfarið yrði að breyta ákvæðinu með lögum.

Í tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til fjármálaráðherra er lagt til að 15% staðgreiðsluskattur á vaxtatekjur erlendra aðila, sem hafa staðfestu í ríkjum sem gert hafa tvísköttunarsamninga við Ísland, verði aflagður eða lækkaður til samræmis við ákvæði viðkomandi samnings. Stjórnvöld eru þó hvött til þess að íhuga að undanþiggja ekki þá sem heimilisfastir eru í lágskattalöndum.

Samtök atvinnulífsins