Er pláss fyrir jafnrétti í nýsköpun?

Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent í þriðja sinn þann 25. maí næstkomandi á morgunfundinum Er pláss fyrir jafnrétti í nýsköpun? Fundurinn verður haldinn í Háskóla Reykjavíkur (M101) og hefst kl. 8.30 og stendur til kl. 10. Að verðlaununum standa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð.

Dagskrá

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, setur fundinn.

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur

Dr. Þóranna Jónsdóttir, deildarforseti viðskiptadeildar við Háskólann í Reykjavík

Hrund Gunnsteinsdóttir, stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhendir Hvantingarverðlaun jafnréttismála.

Fundarstjóri er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA.

Markmiðið með Hvatningarverðlaunum jafnréttsmála er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Orkuveita Reykjavíkur og Rio Tinto Alcan hafa áður hlotið Hvatningarverðlaun jafnréttismála.

Fundarstjóri er Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.

Smelltu hér til að skrá þig

undefined