Fréttir - 

12. nóvember 2021

Er jafnlaunavottun- eða staðfesting leiðin?

Jafnréttismál

Jafnréttismál

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Er jafnlaunavottun- eða staðfesting leiðin?

Er þitt fyrirtæki tilbúið?

Er þitt fyrirtæki tilbúið?

Samtök atvinnulífsins bjóða félagsmönnum á morgunfund um innleiðingu jafnlaunastaðals, jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu þann 18. nóvember n.k. kl. 09:00 í streymi.

Að mörgu er að huga við innleiðingu jafnlaunastaðalsins en eftirtalin fyrirtæki eiga að hafa lokið innleiðingu staðalsins fyrir tiltekinn tíma:

  • Fyrirtæki þar sem starfa 90-149 starfsmenn á ársgrundvelli - fyrir 31. desember 2021
  • Fyrirtæki þar sem starfa 25-89 starfsmenn á ársgrundvelli - fyrir 31. desember 2022

Maj-Britt H. Briem, lögmaður á vinnumarkaðssviði SA stýrir morgunfundi í streymi þann 18. nóvember þar sem fjallað verður um innleiðingu jafnlaunastaðalsins og jafnlaunavottun/staðfestingu. Farið verður yfir hagnýt atriði fyrir fyrirtæki í bland við raundæmi.
Anna Rós Ívarsdóttir, mannauðsstjóri VÍS fer í kjölfarið yfir reynslu þeirra af innleiðingu jafnlaunastaðalsins, áskoranir og tækifæri. Í framhaldinu verður opið fyrir spurningar í streymisforritinu.

Fundurinn er opinn félagsmönnum SA og skráning fer fram hér:

SKRÁNING

Samtök atvinnulífsins