Er Google fræðslustjórinn þinn?

Hlíf Böðvarsdóttir, fræðslu- og gæðastjóri Securitas, velti því fyrir sér á Menntadegi atvinnulífsins 2016 hvort Google eigi svör við öllu. Í kraftmiklu erindi fjallaði hún um framtíð fræðslu í fyrirtækjum og þær áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir í þjálfunarmálum starfsmanna. Mikið og öflugt frumkvöðlastarf er unnið í fyrirtækinu en Securitas hefur tileinkað sér nýjustu tækni í miðlun fræðslu og náð mjög góðum árangri í svokallaðri speglaðri kennslu. Fyrir vikið var fyrirtækið útnefnt Menntasproti ársins 2016.

Æi ég Googla það bara! Er framtíð fræðslu í okkar höndum? var yfirskriftin á erindi Hlífar en hún fjallaði á skemmtilegan hátt um hvernig fólk tileinkar sér nýja hluti og eflir færni með mismunandi aðferðum. Tilheyrir þú 1932-hópnum, Jebb-hópnum eða Döhh-hópnum?  Þú vinnur svarið mögulega í Sjónvarpi atvinnulífsins.

Smelltu hér til að horfa á Hlíf Böðvarsdóttur

Hér getur þú svo horft á viðtal við Guðmund Arason, forstjóra Securitas, um fræðslustarf fyrirtækisins og ástæður þess að fyrirtækið er Menntasproti ársins 2016.

undefined

 

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin á Menntadegi atvinnulífsins 28. janúar sl. á Hilton Reykjavík Nordica.

Hægt er að horfa á dagskrána í heild í Sjónvarpi atvinnulífsins