Efnahagsmál - 

28. Janúar 2004

Enginn úr einkarekstri í nefnd um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Enginn úr einkarekstri í nefnd um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis

Viðskiptaráðherra hefur skipað nefnd um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis ( sjá fréttatilkynningu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis). Í samtali við Viðskiptablaðið segist Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vera mjög undrandi á því að ráðherra skipi nefnd um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis án þess að aðilar í atvinnu- og viðskiptalífi eigi neina aðkomu að þeirri vinnu. "Með fullri virðingu fyrir því fólki sem valist hefur til nefndarstarfsins þá starfar t.d. ekkert þeirra hjá einkafyrirtæki. Mér finnst ekki björgulegt að leggja upp í þessa för án slíkrar tengingar," segir Ari.

Viðskiptaráðherra hefur skipað nefnd um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis ( sjá fréttatilkynningu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis). Í samtali við Viðskiptablaðið segist Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vera mjög undrandi á því að ráðherra skipi nefnd um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis án þess að aðilar í atvinnu- og viðskiptalífi eigi neina aðkomu að þeirri vinnu. "Með fullri virðingu fyrir því fólki sem valist hefur til nefndarstarfsins þá starfar t.d. ekkert þeirra hjá einkafyrirtæki. Mér finnst ekki björgulegt að leggja upp í þessa för án slíkrar tengingar," segir Ari.

Samtök atvinnulífsins