Enginn tekjuskattur fyrirtækja á Mön 2006?

Fjármálaráðuneyti Manar hefur tilkynnt að fram verði lagt frumvarp til skattalaga sem gerir ráð fyrir að fyrirtæki greiði engan tekjuskatt frá og með árinu 2006. Er þetta í samræmi við áður boðaða stefnu stjórnvalda á Mön um að gera eyjuna að fyrirmyndar skattlögsögu, þar sem saman fara vandað skattkerfi, virkt skatteftirlit og lægstu skattstigar.

Virða kröfur OECD og ESB
Mön hyggst virða í hvívetna alþjóðakröfur OECD og ESB, m.a. með því að gera á engan hátt upp á milli fyrirtækja sem hafa starfsemi sína á eynni Mön og aflandsfyrirtækja sem skráð eru þar.

Sjá frétt á síðu ráðgjafafyrirtækisins Dixcart.