Efnahagsmál - 

15. janúar 2004

Engin sérstök hættumerki

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Engin sérstök hættumerki

Vísitala neysluverðs í janúar 2004 er 230,1 stig og hækkaði um 0,04% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 224,5 stig, 0,09% lægri en í desember. Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.

Vísitala neysluverðs í janúar 2004 er 230,1 stig og hækkaði um 0,04% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 224,5 stig, 0,09% lægri en í desember.  Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir í samtali við Morgunblaðið að vísitala neysluverðs í janúar innihaldi ekki sérstök áhyggjuefni og gerir hann ekki ráð fyrir að Seðlabankinn sjái ástæðu til að grípa til vaxtahækkunar vegna þessarar mælingar. "Það eru engin sérstök hættumerki í þessu hvað varðar verðbólgu á næstu mánuðum. Við erum undir verðbólgumarkmiði og þegar opinberu hækkanirnar eru teknar út úr, þá erum við vel fyrir innan mörkin." Hannes segir áhrif af útsölum á vísitölu neysluverðs óvenju snemma á ferðinni í ár. "Lækkun á fataliðnum er meiri í janúar en hefur áður verið. Venjan er að áhrif af útsölum séu að koma fram í janúar, febrúar og mars, þó mest í febrúar." Hann segir einnig áhugavert að fasteignaverð í húsnæðisliðnum hækkar ekki heldur komi hækkanir húsnæðisliðarins fremur fram í liðum sem tengjast fasteignamati, svo sem tunnugjaldi og vatnsgjaldi. Þá telur hann að vænta megi þess að 0,24% hækkun vegna þess tímabils sem sérfræðilæknar voru án samninga, muni að mestu ganga til baka í febrúar.

"Venjulega eru í janúar töluverð áhrif frá opinberum gjaldskrárhækkunum, t.d. hækka gjaldskrár leikskóla og afnotagjöld RÚV nú. En útsöluáhrifin eru svo sterk núna að þau yfirgnæfa það."

Samtök atvinnulífsins