Efnahagsmál - 

10. Mars 2011

Engin framtíð með gjaldeyrishöft og lokaðan fjármagnsmarkað

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Engin framtíð með gjaldeyrishöft og lokaðan fjármagnsmarkað

"Við sjáum enga framtíð fyrir nútímaatvinnulíf hér með gjaldeyrishöft og lokaðan fjármagnsmarkað. Það er eitt af lykilatriðum til að efla trú á landinu og efla fjárfestingar að höftin hverfi og að íslenskur fjármagnsmarkaður tengist útlöndum á eðlilegan hátt." Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í Fréttablaðinu í dag, sem greinir frá því á forsíðu að íslenskum fyrirtækjum standi ekki erlend lánsfjármögnun til boða á hagstæðum kjörum nema í gegnum erlend dótturfélög og veðum í erlendri starfsemi.

"Við sjáum enga framtíð fyrir nútímaatvinnulíf hér með gjaldeyrishöft og lokaðan fjármagnsmarkað. Það er eitt af lykilatriðum til að efla trú á landinu og efla fjárfestingar að höftin hverfi og að íslenskur fjármagnsmarkaður tengist útlöndum á eðlilegan hátt." Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í Fréttablaðinu í dag, sem greinir frá því á forsíðu að íslenskum fyrirtækjum standi ekki erlend lánsfjármögnun til boða á hagstæðum kjörum nema í gegnum erlend dótturfélög og veðum í erlendri starfsemi.

Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir erlendar lánastofnanir ekki vantreysta íslenskum fyrirtækjum heldur því umhverfi sem þau búi við. "Þar vísa ég til tilviljunarkenndrar og oft órökréttrar lagasetningar, versnandi skattaumhverfis, gjaldeyrishafta og frjálslegrar meðferðar stjórnvalda á stjórnsýslulögum og stjórnarháttum," segir Finnur.

Forstjóri Össurar, Jón Sigurðsson, segir íslensk fyrirtæki vera "í efnahagslegu stofufangelsi".

Sjá nánar á forsíðu Fréttablaðsins 10. mars 2011

Samtök atvinnulífsins