Efnahagsmál - 

26. nóvember 2010

Engar sértækar aðgerðir

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Engar sértækar aðgerðir

Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Morgunblaðið að SA hafi markað þá stefnu að eitt mun yfir alla ganga varðandi almennar launabreytingar og ekki verði ráðist í sértækar aðgerðir fyrir einstaka hópa. Sérstakar viðbótarhækkanir til starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum rúmist ekki innan þeirrar stefnu. Hann segir kröfur starfsmanna fiskimjölsverksmiðja um allt að 27% hækkun á kauptöxtum og desember- og orlofsuppbætur á við það sem gerist í stóriðjuverum landsins óraunhæfar. Þá sé svigrúm sjávarútvegsins til kostnaðarhækkunar takmarkað vegna óvissu um starfsumhvefi greinarinnar sem stjórnvöld hafi skapað.

Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Morgunblaðið að SA hafi markað þá stefnu að eitt mun yfir alla ganga varðandi almennar launabreytingar og ekki verði ráðist í sértækar aðgerðir fyrir einstaka hópa. Sérstakar viðbótarhækkanir til starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum rúmist ekki innan þeirrar stefnu. Hann segir kröfur starfsmanna fiskimjölsverksmiðja um allt að 27% hækkun á kauptöxtum og desember- og orlofsuppbætur á við það sem gerist í stóriðjuverum landsins óraunhæfar. Þá sé svigrúm sjávarútvegsins til kostnaðarhækkunar takmarkað vegna óvissu um starfsumhvefi greinarinnar sem stjórnvöld hafi skapað.

Í Morgunblaðinu bendir Ragnar á að sérsamningar vegna fiskimjölsverksmiðja séu hluti af aðalkjarasamningi AFLs, Starfsgreinafélags á Austurlandi. Kjör í fiskimjölsverksmiðjum muni ráðast af því sem samið verður um í aðalkjarasamningi. Meðal kröfugerða AFLs er að sækja hart að útflutningsgreinum, eins og sjávarútvegi, sem notið hafi verulegs hagnaðar vegna gengisins.

Ragnar segir það ekki svo einfalt að sækja meira á útgerð eða fiskvinnslu. Sterkt gengi krónunnar hefur undanfarin ár ekki ráðið því að fiskvinnslunni hafi verið sérstaklega hlíft. Þar hafa fyrirtæki þurft að laga sig að sömu breytingum og almennt gerist í kjarasamningum. Það væri úr takti að taka þá grein sérstaklega út úr núna þegar krónan er veik.

Þá segir Ragnar mikla óvissu um framvindu efnahagsmála auk þess sem verið sé að gera atlögu að sjávarútveginum og vísar hann þar m.a. til áforma stjórnvalda um fyrningu aflaheimilda og tíðar breytingar á starfsumhverfi útgerðarfyrirtækja.

Samtök atvinnulífsins