Efnahagsmál - 

16. Maí 2011

Endurskipulagning skulda fyrirtækja hefur gengið of hægt

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Endurskipulagning skulda fyrirtækja hefur gengið of hægt

Fjallað var um skuldamál fyrirtækja í fréttum Bylgjunnar um helgina og árangur af Beinu brautinni sem er átaksverkefni um endurskipulagningu skulda lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Aðspurður sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, endurskipulagningu skulda fyrirtækjanna hafa gengið of hægt m.v. upphaflegar væntingar og að staða fyrirtækjanna væri betri ef stjórnvöld hefðu greitt fyrir fjárfestingum í atvinnulífinu með tilheyrandi auknum umsvifum. SA eru meðal aðila sem koma að Beinu brautinni.

Fjallað var um skuldamál fyrirtækja í fréttum Bylgjunnar um helgina og árangur af Beinu brautinni sem er átaksverkefni um endurskipulagningu skulda lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Aðspurður sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, endurskipulagningu skulda fyrirtækjanna hafa gengið of hægt m.v. upphaflegar væntingar og að staða fyrirtækjanna væri betri ef stjórnvöld hefðu greitt fyrir fjárfestingum í atvinnulífinu með tilheyrandi auknum umsvifum. SA eru meðal aðila sem koma að Beinu brautinni.

Í frétt Bylgjunnar kom fram að um 4.000 lítil og meðalstór fyrirtæki séu í greiðsluvandræðum og útlit sé fyrir að 1.500 þeirra fari í þrot. Framkvæmdastjóri SA segir að of fá fyrirtæki hafi fengið tilboð um endurskipulagningu skulda en samkvæmt Beinu brautinni eiga fyrirtæki sem samkomulagið nær til að fá tilboð um úrræði eigi síðar en 1. júní nk. Vilhjálmur Egilsson, segir að vonir hafi staðið til að samkomulagið næði til fleiri fyrirtækja en raunin hefur orðið og að úrvinnsla skulda viðkomandi fyrirtækja hafi einnig verið hægari en til stóð. Ekki sé neinum einum um að kenna en ljóst sé að viðvarandi slæmt efnahagsástand  hafi gert vandann enn verri.

Vilhjálmur segir að vandi fyrirtækja sem stefni í þrot sé samtvinnaður þeirri staðreynd að atvinnulífið sé fast í hjólförum kreppunnar. Stjórnendur hafi haldið áfram rekstri fyrirtækja og bankar ekki stöðvað rekstur þeirra í von  um að senn myndi rofa til, eftirspurn aukast og aðstæður batna. Vilhjálmur undirstrikar að allt annað ástand væri í íslensku efnahagslífi og á vinnumarkaði ef tekist hefði á síðasta ári að skapa hagvöxt með umtalsverðum fjárfestingum og tilheyrandi uppsveiflu á þessu ári í stað samdráttar.

Í yfirlýsingu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu 14. maí segir að horfur séu á að allur þorri fyrirtækja sem falli undir fyrrnefnt átaksverkefni um skuldaúrvinnslu fái tilboð um endurskipulagningu skulda sinna fyrir 1. júní nk. Í einstökum tilvikum muni sumir bankanna þurfa júnímánuð til að ljúka tillögugerð.

Yfirlýsingu ráðuneytisins má lesa í heild hér að neðan en þar eru m.a. birtar upplýsingar um stöðu mála fyrirtækja sem skulda 10-1000 m. kr. hjá fjórum stærstu fjármálafyrirtækjunum við lok mars:

Fyrirtæki alls, skuldir 10-1000 m.kr.           5.977

Fyrirtæki sem ekki eru í greiðsluvanda     1.974

Fyrirtæki í skuldavanda                                 4.003
Leyst með Beinu brautinni                              973
Leyst án afskrifta                                               672
Leyst með afskriftum v/gengislána               280

Úrlausn ekki ákveðin, í skoðun                      526

Innheimta/gjaldþrot                                       1.552

Tengt efni:

Hlusta á frétt Bylgjunnar 14. maí 2011

Yfirlýsing efnahags- og viðskiptaráðuneytis 14. maí 2011

Samkomulag um Beinu brautina 15. desember 2010 - umfjöllun á vef SA

Kynningarfundur um Beinu brautina 17. desember 2010 - umfjöllun á vef SA

Samtök atvinnulífsins