Vinnumarkaður - 

05. nóvember 2015

Ellefti maðurinn er á bekknum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ellefti maðurinn er á bekknum

Fyrirtæki með tíu starfsmenn þarf í raun að borga kaup ellefu. Kaup þess ellefta er tryggingagjaldið, að sögn Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í samtali við Morgunblaðið í dag. „Þetta er mjög blóðugt, sérstaklega fyrir lítil fyrirtæki sem þola slíkan kostnað mjög illa.“

Fyrirtæki með tíu starfsmenn þarf í raun að borga kaup ellefu. Kaup þess ellefta er tryggingagjaldið, að sögn Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins  í samtali við Morgunblaðið í dag. „Þetta er mjög blóðugt, sérstaklega fyrir lítil fyrirtæki sem þola slíkan kostnað mjög illa.“

Þorsteinn segir nýja greiningu Viðskiptaráðs á launatengdum kostnaði samanborið við grunnlaun og útborguð laun sýni vel hvernig kakan skiptist. Mikilvægt sé að lækka launatengda skatta á borð við tryggingagjaldið.

„Það eykur kostnað af starfsfólki og takmarkar getu fyrirtækjanna til launagreiðslna. Lækkun tryggingagjaldsins myndi styrkja kaupmátt launa,“ sagði Þorsteinn. „Við gerum þá kröfu í tengslum við mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninga að tryggingagjaldið verði lækkað. Við teljum að 2,5 prósentustiga lækkun þurfi til að færa tryggingagjaldið til samræmis við það sem það var fyrir hrun.“

Þorsteinn segir rétt að hlutfall tryggingagjalds í kostnaði af almannatryggingum hafi lækkað. Í því samhengi verði hins vegar að muna að atvinnulífið hafi í auknum mæli tekið á sig kostnað við almannatryggingar af hinu opinbera í gegnum lífeyriskerfið.

Lífeyriskerfið hafi borið um 25% þess kostnaðar fyrir um 20 árum en nærri 60% í dag og hlutur lífeyriskerfisins verði kominn í 75% kostnaðarins innan ekki langs tíma.

Tengt efni:

Úttekt Viðskiptaráðs: Í hvað fara launin mín?

Samtök atvinnulífsins