Efnahagsmál - 

11. Desember 2008

Ekki verði gengið á rétt smáríkja í loftslagsmálum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ekki verði gengið á rétt smáríkja í loftslagsmálum

Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Poznan í Póllandi lýkur á morgun. Íslenska sendinefndin leggur á það áherslu að ekki verði gengið á rétt smáríkja og að árangur Íslands í loftslagsmálum og sérstaða njóti áfram viðurkenningar. Pétur Reimarsson, forstöðumaður hjá SA, situr ráðstefnuna. Hann segir að samstaða sé um að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda en mikill vandi sé fyrir höndum. Öll ríki verði að grípa til aðgerða ef raunverulegur árangur eigi að nást. Auka verði nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, bæta orkunýtingu, auka notkun kjarnorku og binda verði koltvísýring í jarðlög. Aðeins með gríðarlegu átaki á öllum þessum sviðum megi vænta árangurs.

Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Poznan í Póllandi lýkur á morgun. Íslenska sendinefndin leggur á það áherslu að ekki verði gengið á rétt smáríkja og að árangur Íslands í loftslagsmálum og sérstaða njóti áfram viðurkenningar. Pétur Reimarsson, forstöðumaður hjá SA, situr ráðstefnuna. Hann segir að samstaða sé um að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda en mikill vandi sé fyrir höndum. Öll ríki verði að grípa til aðgerða ef raunverulegur árangur eigi að nást. Auka verði nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, bæta orkunýtingu, auka notkun kjarnorku og binda verði koltvísýring í jarðlög. Aðeins með gríðarlegu átaki á öllum þessum sviðum megi vænta árangurs.

Ár samningaviðræðna framundan

Það eru annasamir dagar í Poznan en á dagskrá ráðstefnunnar í dag og á morgun eru ávörp um 130 ráðherra og yfirmanna sendinefnda. Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, er nr. 52 á mælendaskránni. Unnið er að samkomulagi um tillögur að nýjum loftslagssamningi sem ætlunin er að leggja á lokahönd  á loftslagsráðstefnu SÞ í Kaupmannahöfn á næsta ári.  

Frá loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi

Pétur segir nauðsynlegt íslensk stjórnvöld leggi áherslu á að halda inni svokallaða íslenska ákvæðinu í þeim samningaviðræðum sem framundan eru. Einnig sé mikilvægt að auka frekar við þær heimildir sem fylgi íslenska ákvæðinu. Íslendingar geti best brugðist við áskorunum um aðgerðir til stuðnings loftslagskerfi heimsins með því að nýta á næstu áratugum orkulindir landsins að svo miklu leyti sem samræmist náttúruverndarsjónarmiðum.

Nýting endurnýjanlegra orkulinda á Íslandi er hluti af lausn vandans og sparar nú þegar útstreymi margfalt á við alla losun gróðurhúsalofttegunda á landinu. Eins er mikilvægt að deila með öðrum þjóðum þeirri þekkingu og reynslu sem skapast hefur hér á landi af nýtingu þessara orkulinda

Sjónarmið atvinnulífsins

Í vikunni fór fram sérstakur dagur atvinnulífsins á ráðstefnunni. Almennt má segja að fulltrúar fyrirtækja og atvinnulífssamtaka geri engan ágreining um að vandinn er brýnn, að verulegan samdrátt útstreymis þurfi til og að fyrirtæki gegni lykilhlutverki við að hrinda nauðsynlegum breytingum í framkvæmd.  

Frá loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi

Í umræðum og fyrirlestrum kom fram að mikilvægt er að atvinnulíf hafi vitneskju um hvaða reglur eigi að gilda um langa framtíð og að reglurnar verði fyrirsjáanlegar. Nauðsynlegt sé að verðleggja kolefnisútstreymi til að hvetja til nauðsynlegra fjárfestinga og örva tækniþróun. Fyrirtæki verði að fá hvatningu til að fjárfesta í þróunarríkjum. Fram kom að samdráttur útstreymis er nú til umræðu í stjórnum stórra alþjóðlegra fyrirtækja en áhersla var á það lögð að sveigjanleikaákvæði verði að gilda áfram og þeim þurfi jafnvel að fjölga. Mikilvægi einkaleyfaverndar og hugverkaréttar varáréttað.

Pétur segir að skýrt hafi komið fram að reglur um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda verði að ná til allra stóru hagkerfanna. Samkeppnisskilyrði verði að vera sem jöfnust og að markaðslausnum verði beitt sem víðast. Leggja verði áherslu á að styðja við loftslagsvæna tækni auk þess sem rannsóknir og þróunarstarf í orkugeiranum sé algert lykilatriði.

Nánar verður fjallað um loftslagráðstefnuna í Poznan á vef SA á næstunni.

Sjá nánar:

Skjal íslensku sendinefndarinnar (PDF) 

Samtök atvinnulífsins