Vinnumarkaður - 

30. Janúar 2006

Ekki tilefni til endurskoðunar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ekki tilefni til endurskoðunar

Launanefnd sveitarfélaga hefur heimilað sveitarfélögum að hækka lægstu laun starfsmanna þeirra auk þess að hækka laun leikskólakennara að meðaltali um 12%. Í kjölfarið hafa sumir fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar á almennum vinnumarkaði kallað eftir viðræðum við Samtök atvinnulífsins um skoðun lægstu launa á almennum vinnumarkaði. Í samtali við Morgunblaðið segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, að nú séu í gildi fjögurra ára samningar á almennum vinnumarkaði og tímabilið rétt hálfnað. Ekkert tilefni sé til að endurskoða launaliði bundinna samninga vegna atburða sem tengjast þeim ekki. "Ég býst við að í öllum 140 samningum SA telji einhverjir sig vera með lægstu eða lág laun og væri seint hægt að afmarka hvar þyrfti að byrja," segir Hannes og bætir við að hækkun lægstu launataxta sé eitt aðalviðfangsefni samninga, en það þurfi að gera þegar samningarnir komi til endurskoðunar. "Í hverri einustu samningalotu er áherslan lögð á að hækka lægstu launin, en það hefur leitt til þess að lægstu laun hafa hækkað tvöfalt á við önnur laun síðustu tíu árin."

Launanefnd sveitarfélaga hefur heimilað sveitarfélögum að hækka lægstu laun starfsmanna þeirra auk þess að hækka laun leikskólakennara að meðaltali um 12%. Í kjölfarið hafa sumir fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar á almennum vinnumarkaði kallað eftir viðræðum við Samtök atvinnulífsins um skoðun lægstu launa á almennum vinnumarkaði. Í samtali við Morgunblaðið segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, að nú séu í gildi fjögurra ára samningar á almennum vinnumarkaði og tímabilið rétt hálfnað. Ekkert tilefni sé til að endurskoða launaliði bundinna samninga vegna atburða sem tengjast þeim ekki. "Ég býst við að í öllum 140 samningum SA telji einhverjir sig vera með lægstu eða lág laun og væri seint hægt að afmarka hvar þyrfti að byrja," segir Hannes og bætir við að hækkun lægstu launataxta sé eitt aðalviðfangsefni samninga, en það þurfi að gera þegar samningarnir komi til endurskoðunar. "Í hverri einustu samningalotu er áherslan lögð á að hækka lægstu launin, en það hefur leitt til þess að lægstu laun hafa hækkað tvöfalt á við önnur laun síðustu tíu árin."

Samtök atvinnulífsins