Efnahagsmál - 

09. ágúst 2004

Ekki sérlega raunhæfar hugmyndir

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ekki sérlega raunhæfar hugmyndir

Í nýútkominni ársskýrslu Samkeppnisstofnunar varpar Georg Ólafsson, forstjóri stofnunarinnar, fram þeirri hugmynd að kannað verði hvort ekki sé "eðlilegt og skynsamlegt" að eftirlitsskyldir aðilar greiði að hluta eða öllu leyti kostnað við samkeppniseftirlitið eða tiltekna þætti þess.

Í nýútkominni ársskýrslu Samkeppnisstofnunar varpar Georg Ólafsson, forstjóri stofnunarinnar, fram þeirri hugmynd að kannað verði hvort ekki sé "eðlilegt og skynsamlegt" að eftirlitsskyldir aðilar greiði að hluta eða öllu leyti kostnað við samkeppniseftirlitið eða tiltekna þætti þess.

Ekki sérlega raunhæfar hugmyndir

Í samtali við Morgunblaðið segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að við fyrstu sýn hljómi hugmyndir Samkeppnisstofnunar ekki sérlega raunhæfar en tekur fram að hann hafi ekki náð að lesa skýrslu stofnunarinnar. Hann segir erfitt að afmarka þann hóp sem háður sé eftirliti Samkeppnisstofnunar enda taki eftirlitið til viðskiptalífsins í heild sinni og segist Ari telja eðlilegra að slík starfsemi væri fjármögnuð með almennu skattfé en sérstakri skattheimtu. Hann bendir á að starfsemi Fjármálaeftirlitsins sé fjármögnuð af eftirlitsskyldum aðilum en starfsemin snúi þó að fleirum en þeim sem borgi gjaldið. "Allur kostnaðurinn er lagður á tiltekin fyrirtæki, jafnvel þó að starfsemi eftirlitsstofnunarinnar beinist að fleirum og jafnvel að almennum verkefnum. Það er alls ekki eðlilegt að einhverjir tilteknir aðilar eða hópur fyrirtækja greiði fyrir almenna opinbera starfsemi," segir Ari.

Samtök atvinnulífsins