Ekki miklar undirliggjandi verðlagsbreytingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,04% milli mars og apríl samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Hún er nú 221,9 stig, en "rauða strikið" svokallaða eru 222,5 stig í maí. Samkvæmt því má vísitalan ekki hækka um meira en 0,27% um næstu mánaðamót til þess að verðlagsmarkmiðið náist.
Undirliggjandi verðlagsbreytingar ekki
miklar
Í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins segir Ari Edwald,
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, það vera fagnaðarefni að
neysluvísitalan skuli hafa staðið nánast í stað milli mánaða. Hann
segir líkurnar nú meiri á því að markmiðið fyrir maí komi til með
að nást, þótt of snemmt sé að slá því föstu. "Þessi nýja mæling
staðfestir heilt yfir að undirliggjandi verðlagsbreytingar séu ekki
miklar," segir Ari. Hann segir að ýmsir þættir í efnahagslífinu
hafi verið að leita jafnvægis að undanförnu og skilyrði fyrir
vaxandi verðbólgu séu ekki lengur fyrir hendi.
Sjá fréttatilkynningu Hagstofu Íslands.
Sjá frétt Mbl.is.