Efnahagsmál - 

26. apríl 2011

Ekki forsendur fyrir eins árs kjarasamningi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ekki forsendur fyrir eins árs kjarasamningi

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, útilokar að gengið verði að tilboði Starfsgreinasambandsins um kjarasamning til eins árs og hækkun lágmarkslauna í tvö hundruð þúsund krónur. Vilhjálmur segir að ekki sé hægt að taka tölur úr þriggja ára samningum sem rætt hefur verið um að gera og setja í samning til eins árs án þess að atvinnuleiðin verði farin. Til þess að geta réttlætt þessar launahækkanir verði að tryggja meiri fjárfestingar og hagvöxt en spár gera ráð fyrir.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, útilokar að gengið verði að tilboði Starfsgreinasambandsins um kjarasamning til eins árs og hækkun lágmarkslauna í tvö hundruð þúsund krónur. Vilhjálmur segir að ekki sé hægt að taka tölur úr þriggja ára samningum sem rætt hefur verið um að gera og setja í samning til eins árs án þess að atvinnuleiðin verði farin. Til þess að geta réttlætt þessar launahækkanir verði að tryggja meiri fjárfestingar og hagvöxt en spár gera ráð fyrir.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Vilhjálmur segir að reynt verði að ljúka málum við ríkisstjórnina til að hægt verði að fara atvinnuleiðina. Þá verði reynt að ljúka því sem út af stóð við Starfsgreinasambandið, varðandi ræstingar- og fiskvinnslufólk. Hann segir mikla óvissu vera til staðar. "Ég tel okkur geta lokið málum varðandi ASÍ en meiri óvissa er með ríkisstjórnina."

Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins til fundar í dag.

Tengt efni:

Horfðu á atvinnuleiðina

Samtök atvinnulífsins