Vinnumarkaður - 

02. Júní 2005

Ekki erfiðara fyrir eldra fólk að fá vinnu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ekki erfiðara fyrir eldra fólk að fá vinnu

Sú goðsögn að miðaldra fólk eigi erfiðara með að fá vinnu en yngra fólkið á ekki við rök að styðjast. Þetta er megin-niðurstaða sérstakrar rannsóknar sem danska vinnumála-stofnunin hefur gert, en samkvæmt henni eru ívið meiri líkur á að fólk á aldrinum 50-59 ára fái vinnu í kjölfar atvinnuviðtals, heldur en fólk á aldrinum 25-49 ára. Hlutfallslega er álíka algengt að fólk úr báðum aldurs-hópunum sé sent í atvinnuviðtöl af stofnuninni, sem skila sér í ráðningu í um 35% tilfella í eldra hópnum en um 33% tilfella í þeim yngri.

Sú goðsögn að miðaldra fólk eigi erfiðara með að fá vinnu en yngra fólkið á ekki við rök að styðjast. Þetta er megin-niðurstaða sérstakrar rannsóknar sem danska vinnumála-stofnunin hefur gert, en samkvæmt henni eru ívið meiri líkur á að fólk á aldrinum 50-59 ára fái vinnu í kjölfar atvinnuviðtals, heldur en fólk á aldrinum 25-49 ára. Hlutfallslega er álíka algengt að fólk úr báðum aldurs-hópunum sé sent í atvinnuviðtöl af stofnuninni, sem skila sér í ráðningu í um 35% tilfella í eldra hópnum en um 33% tilfella í þeim yngri.

Stöðugleiki, sveigjanleiki...

Í fréttabréfi DA, dönsku samtaka atvinnulífsins, er haft eftir starfsmanni dönsku vinnumálastofnunarinnar að eldra fólkið hafi ýmislegt framyfir það yngra þegar kemur að atvinnuleit. Það sé sveigjanlegt og hreyfanlegt og þá sé reynslan sú að mörg fyrirtæki, einkum þau smærri, vilji mjög gjarnan fá til sín fólk sem komið sé á miðjan aldur enda fylgi því mikilvægur stöðugleiki.

Könnun SA frá 2004

Þessar niðurstöður koma ekki á óvart og eru í fullu samræmi við könnun SA meðal aðildarfyrirtækja frá því í júní 2004. Samkvæmt henni eru starfsmenn á aldrinum 50 ára og eldri mun sjaldnar frá vinnu vegna veikinda en þeir sem yngri eru og þótt þeir vinni ef til vill ívið hægar en þeir yngri þá eru þeir mun jákvæðari í garð vinnunnar. Þetta voru mjög skýrar niðurstöður könnunar SA meðal aðildarfyrirtækja þar sem spurningarnar voru samdar í samráði við nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins sem hafði það verkefni að meta stöðu miðaldra og eldri starfsmanna á vinnumarkaðnum.

Samtök atvinnulífsins