Efnahagsmál - 

10. Nóvember 2003

Ekki áhyggjur af stækkun EES og vinnumarkaðnum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ekki áhyggjur af stækkun EES og vinnumarkaðnum

Í samtali við Morgunblaðið um möguleg áhrif stækkunar EES á íslenskan vinnumarkað segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, samtökin ekki telja að stækkunin þarnist neins sérstaks undirbúnings að því leyti. "Ekki frekar en tilkoma EES-samningsins á sínum tíma." Ari segist telja að það hafi verið rétt afstaða á sínum tíma að Íslendingar áskildu sér ekki aðlögunarfrest vegna stækkunarinnar. "Hitt er svo annað mál að ef það koma upp einhver sérstök vandkvæði og ójafnvægi þá hafa stjórnvöld rétt til að grípa til takmarkana samkvæmt samningnum," segir Ari.

Í samtali við Morgunblaðið um möguleg áhrif stækkunar EES á íslenskan vinnumarkað segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, samtökin ekki telja að stækkunin þarnist neins sérstaks undirbúnings að því leyti. "Ekki frekar en tilkoma EES-samningsins á sínum tíma." Ari segist telja að það hafi verið rétt afstaða á sínum tíma að Íslendingar áskildu sér ekki aðlögunarfrest vegna stækkunarinnar. "Hitt er svo annað mál að ef það koma upp einhver sérstök vandkvæði og ójafnvægi þá hafa stjórnvöld rétt til að grípa til takmarkana samkvæmt samningnum," segir Ari.

"Við höfum ekki talið nein sérstök líkindi til þess að stækkunin muni valda neinni holskeflu hér á vinnumarkaðinum. Það er alls ekki sú reynsla sem við höfum af stækkun vinnumarkaðarins, hvorki gagnvart Norðurlöndunum á sínum tíma, né EES. Eins og við munum var töluverð umræða um þetta í aðdraganda að gildistöku EES-samningsins og ýmsir óttuðust að hér myndi steypast yfir okkur fólk í atvinnuleit frá Evrópu en reynslan leiddi annað í ljós. Ég geri ráð fyrir að þetta verði svipað núna," segir Ari.

Samtök atvinnulífsins