Efnahagsmál - 

25. Maí 2010

Ekkert svigrúm til frekari skattahækkana að mati aðila vinnumarkaðarins

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ekkert svigrúm til frekari skattahækkana að mati aðila vinnumarkaðarins

Það er ekkert svigrúm til frekari skattahækkana og í raun eru þær brot á samkomulagi ríkisstjórnarinnar við aðila vinnumarkaðarins. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, bendir á að nú þegar sé búið að hækka skatta um 70 milljarða króna á árunum 2009 og 2010. "Það er ekki hægt að ganga lengra í þeim efnum." Vilhjálmur segir að fyrst verði að lækka útgjöld ríkisins um allt að 50 milljarða króna. Ef ríkisstjórnin láti verða af því að hækka skattana muni það setja í uppnám samninga við ríkið í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga í haust.

Það er ekkert svigrúm til frekari skattahækkana og í raun eru þær brot á samkomulagi ríkisstjórnarinnar við aðila vinnumarkaðarins. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, bendir á að nú þegar sé búið að hækka skatta um 70 milljarða króna á árunum 2009 og 2010. "Það er ekki hægt að ganga lengra í þeim efnum." Vilhjálmur segir að fyrst verði að lækka útgjöld ríkisins um allt að 50 milljarða króna. Ef ríkisstjórnin láti verða af því að hækka skattana muni það setja í uppnám samninga við ríkið í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga í haust.

Þetta kom fram í fréttum Sjónvarps laugardaginn 21. maí þar sem var rætt við Vilhálm og Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ vegna frétta af því að ríkisstjórnin hyggist hækka skatta enn frekar á næsta ári til að rétta við rekstur ríkissjóðs.

Sjá nánar:

Frétt fréttastofu RÚV 21. maí 2010

Tengt efni á vef SA:

Skattahækkanir vanmetnar í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Samtök atvinnulífsins