Efnahagsmál - 

12. janúar 2010

Ekkert svigrúm til frekari skattahækkana

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ekkert svigrúm til frekari skattahækkana

Nauðsynlegt var að hækka skatta vegna mikils hallareksturs ríkissjóðs í kjölfar hruns bankanna en ríkisstjórnin hefur nú þegar hækkað skatta umfram það sem samið var um í stöðugleikasáttmálanum sumarið 2009. Samstaða var um að skattar yrðu hækkaðir um 54 milljarða á árunum 2009-2011 en skattahækkanir á árunum 2009-2010 nema nú þegar rúmlega 72 milljörðum króna. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir ríkisstjórnina ekki hafa svigrúm til frekari skattahækkana, ná þurfi tökum á rekstri ríkissjóðs með lækkun útgjalda. Erfiðar ákvarðanir séu framundan sem taka verði sem fyrst.

Nauðsynlegt var að hækka skatta vegna mikils hallareksturs ríkissjóðs í kjölfar hruns bankanna en ríkisstjórnin hefur nú þegar hækkað skatta umfram það sem samið var um í stöðugleikasáttmálanum sumarið 2009. Samstaða var um að skattar yrðu hækkaðir um 54 milljarða á árunum 2009-2011 en skattahækkanir á árunum 2009-2010 nema nú þegar rúmlega 72 milljörðum króna. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir ríkisstjórnina ekki hafa svigrúm til frekari skattahækkana, ná þurfi tökum á rekstri ríkissjóðs með lækkun útgjalda. Erfiðar ákvarðanir séu framundan sem taka verði sem fyrst.

Þetta kom fram á skattadegi Deloitte sem fram fór í morgun á Grand Hótel Reykjavík í samstarfi við SA, Viðskiptaráð og Viðskiptablað Morgunblaðsins. Ítarlega umfjöllun fjölmiðla af fundinum má nálgast hér að neðan ásamt glærukynningum frummælenda.

Niðurskurður ríkisútgjalda framundan
Í erindi sínu vísaði Vilhjálmur Egilsson til stöðugleikasáttmálans en í honum var samstaða um að 45% af aðlögunarþörf ríkissjóðs (119 milljarðar króna) á árunum 2009-2011 yrði mætt með skattahækkunum (54 milljarðar króna). Síðar hafi komið í ljós að aðlögunarþörf ríkissjóðs hafi verið hærri (144 milljarðar króna). Vilhjálmur benti á að 45% af þeirri upphæð væru 65 milljarðar króna og svigrúm ríkisstjórnarinnar til að hækka skatta frekar á árunum 2009-2011 væri því ekkert. Ráðast þurfi í það sem fyrst að skera niður útgjöld ríkisins og bregðast við breyttum aðstæðum.

Áorðnar skattahækkanir

Vilhjálmur lagði á það ríka áherslu að uppsafnaður halli á ríkissjóði á árunum 2009-2013 verði ekki hærri en 30-35% af VLF. Skattar verði að öllum líkindum háir hér næsta áratuginn en viðgangsefni ríkisfjármála á síðari hluta áratugarins verði að greiða niður skuldir.

Vilhjálmur telur að þær breytingar voru gerðar um síðustu áramót á skattalegu umhverfi fyrirtækja feli í sér afturför sem geti jafnvel komið í veg fyrir að atvinnulífið geti byggt sig upp með eðlilegum hætti. Þá hafi einnig verið gerð ákveðin mistök.

"Til dæmis er verið að takmarka arðsfrádráttinn milli fyrirtækja og það var aðferðin sem var notuð til að skattleggja einkahlutafélög eða úttektir úr þeim. Ákveðin mistök voru gerð þar sem við teljum að þurfi að laga," sagði Vilhjálmur í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Fjármálaráðherra vill hækka skatta

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, var ekki sammála því að búið væri að hækka skatta nægilega og sagði heildarendurskoðun á skattkerfinu framundan. Skilaboð til á fjórða hundrað gesta á Skattadeginum voru þessi: "You ain´t seen nothing yet."

Frábær efniviður í langvinna efnahagskreppu

Ragnar Árnason, prófessor, varaði við skattahækkunum í  miðri kreppu. Í umfjöllun mbl.is segir: "Nú stendur yfir dýpsta kreppa frá stofnun lýðveldisins, að mati Ragnars Árnasonar, prófessors, en hann benti í máli sínu á Skattadegi Deloitte á að hér hafi brunnið upp miklar eignir, heill geiri atvinnulífsins sé nánast horfinn og aðgengi að erlendu lánsfé sé nánast ekkert.

Á meðan einstaklingar og fyrirtæki eru að berjast við þessa eignarýrnun auk óvissuástands í efnahagsmálum megi búast við því að eftirspurn eftir vörum og þjónustu minnki og umsvif í hagkerfinu sömuleiðis. Við það bætist að endanleg hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins gæti verið á bilinu 500-2.000 milljarðar króna og að vaxtabyrði af slíkum skuldum geti étið upp ansi myndarlegan hagvöxt. Vextir og afborganir ríkisins næstu 15 ár verði á bilinu 50-100 milljarðar króna og það fé verði ekki notað í annað og því muni eftirspurn hins opinbera eftir vörum og þjónustu minnka.

Þessir þættir herði á kreppunni og séu efniviður í langvarandi kreppu og jafnvel greiðsluþrot ríkisins, þar sem erfiðara verður fyrir ríkið að afla tekna við aðstæður sem þessar.

Eina sjáanlega leiðin úr vanda Íslands er að mati Ragnars umtalsverður hagvöxtur, en náist hann ekki er endastöðin í augsýn.

Til að ná fram nægilegum hagvexti þarf fjárfesting í fjármunum og mannauði að aukast og framtak og nýsköpun sömuleiðis. Það verði aðeins gert með því að lækka skatta eða halda þeim að minnsta kosti óbreyttum frá því sem var fyrir hrun. Mikið óheillaspor sé að hækka skatta við núverandi aðstæður. Hvetja þurfi fjárfesta til að festa fé sitt í atvinnuvegunum og atvinnufært fólk til vinnu. Það verði ekki gert með því að hækka jaðarskatta á laun og gera fjárfestingu erfiðari með hærri sköttum."

Á fundinum fluttu einnig fulltrúar Deloitte erindi um breytingar á skattalögum og áhrif þeirra. Glærur Völu Valtýsdóttir, forstöðumanns skatta- og lögfræðisviðs Deloitte og Gunnars Egils Egilssonar á skatta- og lögfræðisviði Deloitte má nálgast hér að neðan.

Glærur frummælenda:


Skattar eða skatttekjur"http://www.deloitte.com/assets/Dcom-Iceland/Local%20Assets/Documents/03Presentation%20(Arnson-skattadagur-final).pdf" target="_blank">Efnahagskreppa og skattheimta

Ragnar Árnason, prófessor

Breytt landslag - nýjar frádráttarreglur fyrirtækja

Gunnar Egill Egilsson, skatta- og lögfræðisvið Deloitte


Skattaleg mismunun - mismunandi skattlagning eftir rekstrarformum

Vala Valtýsdóttir, forstöður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte.

Fréttir mbl.is af Skattadeginum:

  

Enga hugmyndafræðilega sigra

Óráð að hækka skatta í kreppu

Fyrirtækjum mismunað 

Nauðsynlegt að hækka skatta

Fréttir Bylgjunnar og Stövar 2:

Steingrímur boðar frekari skattabreytingar

Skattahækkanir aðeins skammgóður vermir

Fréttir  RÚV:

Boðar endurskoðun á skattkerfinu

Ekki svigrúm fyrir skattahækkanir

Samtök atvinnulífsins