Samkeppnishæfni - 

23. september 2020

Eitt ár

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Eitt ár

Í byrjun mánaðarins var ár liðið frá því að þriðji orku­pakkinn var sam­þykktur. Sum töluðu fyrir rúmu ári síðan eins og hér væru á ferðinni ein mestu af­glöp síðari tíma, ef ekki fyrri tíma líka. Það er því ekki úr vegi á þessum tíma­mótum að skoða hvað hefur breyst.

Í byrjun mánaðarins var ár liðið frá því að þriðji orku­pakkinn var sam­þykktur. Sum töluðu fyrir rúmu ári síðan eins og hér væru á ferðinni ein mestu af­glöp síðari tíma, ef ekki fyrri tíma líka. Það er því ekki úr vegi á þessum tíma­mótum að skoða hvað hefur breyst.

Það er skemmst frá því að segja að ná­kvæm­lega eins og ríkið, megin­þorri sér­fræðinga og hags­muna­sam­tök í at­vinnu­lífinu héldu fram þá hefur lítið sem ekkert breyst. Raf­orku­verð hefur ekki rokið upp og Evrópu­sam­bandið er ekki byrjað að undir­búa lagningu sæ­strengs hingað til lands þvert gegn vilja heima­manna.

Í raun er ó­breytt á­stand stærstu fréttirnar. Með því að inn­leiða pakkann upp­fylltum við þjóð­réttar­legar skuld­bindingar okkar og stóðum vörð um stöðu okkar á Evrópska efna­hags­svæðinu. EES er mikil­vægasta sam­starf sem við eigum aðild að. Með að­gangi að innri markaði Evrópu bætum við lífs­kjör allra lands­manna. Það hefur fært okkur marg­vís­legt við­skipta­frelsi á ýmsum sviðum.

Það er líka mikil­vægt að orku­mál verði á­fram hluti af EES-sam­starfinu. Í því sam­bandi má til dæmis benda á hve ná­tengd orku­mál eru lofts­lags­málum. Það blasir við að engin ein þjóð mun leysa þau. Fyrir Ís­lendinga er nær­tækast að vinna sem mest að lausn lofts­lags­vandans á vett­vangi EES.

Það er á­gætt að hafa þetta í huga næst þegar fólk reynir að beita brögðum eins og þjóð­rembu og hrak­spám til að sporna gegn frjálsum við­skiptum og al­þjóð­legu sam­starfi. Sem betur fer rætast þær aldrei. Við erum alltaf betur sett með frjálsum við­skiptum og al­þjóð­legu sam­starfi.

Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.

Samtök atvinnulífsins