Efnahagsmál - 

02. desember 2010

Einungis óinnheimtanlegar kröfur verði felldar niður

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Einungis óinnheimtanlegar kröfur verði felldar niður

Samtök atvinnulífsins áttu í gær fund með ráðherrum og Alþýðusambandi Íslands í stjórnarráðinu þar sem rætt var um aðgerðir í þágu skuldsettra heimila og framlag lífeyrissjóðanna til þeirra. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, segir að viðfangsefnið sé að tryggja að stjórnir sjóðanna geti tekið ákvörðun um að taka þátt í aðgerðum stjórnvalda án þess að eiga yfir höfði sér málaferli og bótakröfur. Búa verði þannig um hnútana að kröfur sem eru innheimtanlegar verði ekki afskrifaðar.

Samtök atvinnulífsins áttu í gær fund með ráðherrum og Alþýðusambandi Íslands í stjórnarráðinu þar sem rætt var um aðgerðir í þágu skuldsettra heimila og framlag lífeyrissjóðanna til þeirra. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, segir að viðfangsefnið sé að tryggja að stjórnir sjóðanna geti tekið ákvörðun um að taka þátt í aðgerðum stjórnvalda án þess að eiga yfir höfði sér málaferli og bótakröfur. Búa verði þannig um hnútana að kröfur sem eru innheimtanlegar verði ekki afskrifaðar.

Fjallað er nánar um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem einnig er rætt við Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða og Signýju Jóhannesdóttur, varaforseta ASÍ.

Í gærkvöld fór fram fundur á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða þar sem var farið vel og ítarlega yfir þau drög að samkomulagi sem til umfjöllunar hafa verið. Á fundinum kom fram skýr afstaða fulltrúa einstakra lífeyrissjóða að ekki yrði gengið á eignarrétt sjóðfélaga og eingöngu sannanlega töpuð lán yrðu afskrifuð.

Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og lífeyrissjóðanna munu funda áfram um málið í dag.

Samtök atvinnulífsins