Efnahagsmál - 

14. Febrúar 2012

Einn lífeyrissjóður vond hugmynd

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Einn lífeyrissjóður vond hugmynd

Það er afspyrnu vond hugmynd að sameina alla lífeyrissjóði landsins í einn. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu RÚV. Það megi hinsvegar fækka sjóðunum og styrkja þá. Nauðsynlegt sé að samræma lífeyrisréttindi landsmanna án þess að steypa öllum sjóðunum saman.

Það er afspyrnu vond hugmynd að sameina alla lífeyrissjóði landsins í einn. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu RÚV. Það megi hinsvegar fækka sjóðunum og styrkja þá. Nauðsynlegt sé að samræma lífeyrisréttindi landsmanna án þess að steypa öllum sjóðunum saman.

Álfheiður Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, sagði í hádegisfréttum RÚV í gær að sameina ætti alla lífeyrissjóðina í einn en með því væri hægt að jafna lífeyrisréttindi landsmanna. Með því yrði til sjóður með rúmlega 2.000 milljarða króna eignir.

"Mér finnst það afspyrnu slæm hugmynd að hafa einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Það þýðir einfaldlega að ríkið myndi taka alla lífeyrissjóðina yfir og við höfum séð af hve lítilli ábyrgð ríkið hefur stjórnað sínum lífeyrismálum," segir Vilhjálmur og telur að hægt væri að samræma lífeyrisréttindi án þess að steypa öllum sjóðunum saman. Nauðsynlegt sé að sjóðirnir séu fleiri en einn. "Til að tryggja valddreifingu, til að tryggja samanburð og bæta kerfið almennt séð."

Vilhjálmur telur að fækka megi sjóðunum og efla þurfi eignastýringu þeirra til að þeir sjálfir meti sjálfstætt hverja fjárfestingu fyrir sig. "Sporna verði gegn hjarðhegðun með einhverjum ráðum. "Aukin fagmennska og betri og öflugri eignastýring  er lykillinn í því."

Horfa má á frétt RÚV mánudaginn 13. febrúar hér að neðan.

SMELLTU TIL AÐ HORFA

Samtök atvinnulífsins