Vinnumarkaður - 

15. Desember 2003

Einkatölvupóstur: fyrirtækin setji reglur

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Einkatölvupóstur: fyrirtækin setji reglur

"Það er að sjálfsögðu hvers fyrirtækis að ákveða hvort eða að hvaða marki persónleg netnotkun starfsmanna er heimiluð," segir Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins, í samtali við tímaritið Birtu. "Það er hins vegar ráðlegt að fyrirtæki setji skýrar reglur um slíka notkun. Það er einnig ráðlegt að starfsmenn merki einkapóst sinn sérstaklega þannig að ljóst sé að hann sé fyrirtækinu óviðkomandi."

"Það er að sjálfsögðu hvers fyrirtækis að ákveða hvort eða að hvaða marki persónleg netnotkun starfsmanna er heimiluð," segir Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins, í samtali við tímaritið Birtu. "Það er hins vegar ráðlegt að fyrirtæki setji skýrar reglur um slíka notkun. Það er einnig ráðlegt að starfsmenn merki einkapóst sinn sérstaklega þannig að ljóst sé að hann sé fyrirtækinu óviðkomandi."

"Ljóst er að fyrirtækjum getur verið nauðsynlegt að fylgjast með tölvupóstsendingum og netnotkun starfsmanna til að gæta lögmætra hagsmuna sinna. Ávallt verður þó að fara varlega í slíkt og halda sig við þann póst sem getur tengst fyrirtækinu eða hagsmunum þess með einum eða öðrum hætti en fjallar ekki um hrein einkamálefni. Slík vöktun verður þó að vera gerð í skýrum og málefnalegum tilgangi og má heldur ekki vera umfram það sem nauðsynlegt er."

Samtök atvinnulífsins