Efnahagsmál - 

29. október 2001

Einfalda þarf leið útlendinga á íslenskan vinnumarkað

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Einfalda þarf leið útlendinga á íslenskan vinnumarkað

Norræn ráðstefna um þjónustu vinnumiðlana á Norðurlöndum við innflytjendur er haldin dagana 29.-30. október. Á ráðstefnunni flutti Jón H. Magnússon, lögmaður hjá SA, erindi um útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Í erindi sínu lagði Jón áherslu á mikilvægi þess að einfalda leið útlendinga á íslenskan vinnumarkað. Jón sagði rétt að nýta tækifærið nú, en fyrir Alþingi liggja nú frumvörp til nýrra útlendingalaga og laga um atvinnuréttindi útlendinga. Þannig ætti sama stofnunin, Útlendingaeftirlitið, að gefa út bæði dvalar- og atvinnuleyfi eins og á hinum Norðurlöndunum. Með því mætti stytta biðtímann eftir svari við umsókn úr þremur mánuðum í u.þ.b. þrjár vikur. Þá sagði Jón rétt að leggja niður kröfu um umsagnarrétt stéttarfélags, sem teljast yrði úrelt fyrirbæri eftir að Vinnumálastofnun var sett á stofn 1997. Tímabundið atvinnuleyfi bæri að gefa út á nafn starfsmanns eins og gert er á hinum Norðurlöndunum. Slíkt leyfi gæti þó verið skilyrt, þ.e. að það gilti til ákveðins tíma hjá ákveðnum atvinnurekanda.

Norræn ráðstefna um þjónustu vinnumiðlana á Norðurlöndum við innflytjendur er haldin dagana 29.-30. október. Á ráðstefnunni flutti Jón H. Magnússon, lögmaður hjá SA, erindi um útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Í erindi sínu lagði Jón áherslu á mikilvægi þess að einfalda leið útlendinga á íslenskan vinnumarkað. Jón sagði rétt að nýta tækifærið nú, en fyrir Alþingi liggja nú frumvörp til nýrra útlendingalaga og laga um atvinnuréttindi útlendinga. Þannig ætti sama stofnunin, Útlendingaeftirlitið, að gefa út bæði dvalar- og atvinnuleyfi eins og á hinum Norðurlöndunum. Með því mætti stytta biðtímann eftir svari við umsókn úr þremur mánuðum í u.þ.b. þrjár vikur. Þá sagði Jón rétt að leggja niður kröfu um umsagnarrétt stéttarfélags, sem teljast yrði úrelt fyrirbæri eftir að Vinnumálastofnun var sett á stofn 1997. Tímabundið atvinnuleyfi bæri að gefa út á nafn starfsmanns eins og gert er á hinum Norðurlöndunum. Slíkt leyfi gæti þó verið skilyrt, þ.e. að það gilti til ákveðins tíma hjá ákveðnum atvinnurekanda.

Sjá erindi Jóns (á dönsku):

Samtök atvinnulífsins