Efnahagsmál - 

25. Maí 2009

Eignaumsýslufélags ríkisins hafi sem minnst að gera

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Eignaumsýslufélags ríkisins hafi sem minnst að gera

"Breytingarnar allar eru til bóta," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um nýtt frumvarp um stofnun eignaumsýslufélags ríkisins, en Hannes fundaði með efnahags- og skattanefnd Alþingis á föstudaginn sem hefur málið til umfjöllunar. Hannes segir í samtali við Fréttablaðið að með nýju frumvarpi verði það aðeins örfá fyrirtæki sem endi hjá slíku eignaumsýslufélagi. SA óski þess að félagið muni hafa sem minnst að gera.

"Breytingarnar allar eru til bóta," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um nýtt frumvarp um stofnun eignaumsýslufélags ríkisins, en Hannes fundaði með efnahags- og skattanefnd Alþingis á föstudaginn sem hefur málið til umfjöllunar. Hannes segir í samtali við Fréttablaðið að með nýju frumvarpi verði það aðeins örfá fyrirtæki sem endi hjá slíku eignaumsýslufélagi. SA óski þess að félagið muni hafa sem minnst að gera.

Í frétt Fréttablaðsins segir m.a.:

"Meðal athugasemda sem fram komu á frumvarpið var að skýra þurfi hvernig tryggja á virka samkeppni. Þá þurfi að leggja frekari áherslu á að fyrirtæki verði seld úr slíku félagi, meðal annars til að styrkja uppbyggingu hlutabréfamarkaðar. Þá var það gagnrýnt að ráðherra væri veitt of mikil heimild til að útfæra lögin í reglugerð."

Sjá nánar:

Vefútgáfa Fréttablaðsins 23. maí 2009

Frumvarp um stofnun eignaumsýslufélags ríkisins á vef Alþingis

Sjá einnig:

Umsögn SA, SI, SVÞ og LÍÚ um fyrra frumvarp 18. mars 2009

Samtök atvinnulífsins