Vinnumarkaður - 

13. janúar 2004

Eðlilegt að vinnuveitendur spyrji um fjölskylduhagi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Eðlilegt að vinnuveitendur spyrji um fjölskylduhagi

"Ég tel að það sé alveg eðlilegt að vinnuveitendur spyrji umsækjendur um störf um fjölskylduhagi þeirra, rétt eins og þeir spyrja um menntun, fyrri störf, viðhorf til vinnunnar og áhugamál. Þetta fer auðvitað nokkuð eftir því starfi sem um er að ræða en hvað varðar ráðningar í mörg störf, þá hafa vinnuveitendur fulla ástæðu til þess að gera sér einhverja mynd af þeim starfsmanni sem leitar eftir starfi og hvernig hún fellur að þeim eiginleikum sem þeir telja að starfsmaðurinn þurfi að hafa," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Morgunblaðið.

"Ég tel að það sé alveg eðlilegt að vinnuveitendur spyrji umsækjendur um störf um fjölskylduhagi þeirra, rétt eins og þeir spyrja um menntun, fyrri störf, viðhorf til vinnunnar og áhugamál. Þetta fer auðvitað nokkuð eftir því starfi sem um er að ræða en hvað varðar ráðningar í mörg störf, þá hafa vinnuveitendur fulla ástæðu til þess að gera sér einhverja mynd af þeim starfsmanni sem leitar eftir starfi og hvernig hún fellur að þeim eiginleikum sem þeir telja að starfsmaðurinn þurfi að hafa," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Morgunblaðið.

Fæðingarorlof karla mun jafna fjölskylduábyrgð
Blaðið hafði áður greint frá niðurstöðum könnunar í BA-ritgerð Hennýjar Hinz hagfræðings um barneignir og vinnumarkaðinn, þar sem fram kemur m.a. að konur eru mun oftar en karlar spurðar um hagi barna sinna í atvinnuviðtölum og eru þær oft spurðar um hugsanlegar barneignir í ráðningarviðtölum. Ari segir að það sé því miður staðreynd í þjóðfélaginu enn sem komið er að fjölskylduábyrgð sé ekki skipt jafnt. Þess vegna hafi hún væntanlega meiri áhrif á ráðningar og kjör kvenna á vinnumarkaðinum. Hann segir að hins vegar virðist koma fram mjög rótgróin viðhorf meðal fólks í þessari könnun án þess að fyrir liggi neinar skýringar á hvaða orsakir búa þar að baki. Þetta megi sjá af þeirri niðurstöðu könnunarinnar að um tveir þriðju telja að barneignir hafi almennt neikvæð áhrif á möguleika kvenna á vinnumarkaði en tæplega 90% telja að þær hafi ekki nein áhrif á möguleika karla.

"Það er örugglega hægara um að tala en í að komast að breyta í grundvallaratriðum viðhorfum í samfélaginu en nú liggur það alveg fyrir að réttur t.d. til töku fæðingarorlofs er jafn á meðal kynjanna og það er öllum ljóst að þátttaka karla í fæðingarorlofi er orðin mjög almenn. Það leggur væntanlega drög að jafnari fjölskylduábyrgð þegar fram líða stundir. Það er a.m.k. markmið þessara breyttu reglna, þannig að ef það er rétt að spurningar sem eiga að gefa mynd af umsækjendum, beinast bara að sumum umsækjendunum en öðrum ekki, þá má vel ímynda sér að þeir vinnuveitendur, sem haga spurningum sínum þannig, sitji uppi með takmarkaða mynd af þeim karlmönnum sem vinna hjá þeim. Þeir gætu nú átt eftir að súpa seiðið af því," segir Ari.

Samtök atvinnulífsins