Efnahagsmál - 

15. Júní 2006

Danmörk: Reglubyrði fyrirtækja fer minnkandi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Danmörk: Reglubyrði fyrirtækja fer minnkandi

Reglubyrði danskra fyrirtækja fer minnkandi, samkvæmt nýrri niðurstöðu reglubundinnar könnunar þeirra á meðal. Árið 2001 einsetti danska ríkisstjórnin sér að minnka reglubyrði danskra fyrirtækja um fjórðung fyrir árið 2010. Síðan þá hafa verið gerðar kannanir á upplifun fyrirtækjanna og nú mælist loks árangur af viðleitni stjórnvalda, fyrirtæki segja reglubyrði á niðurleið. Einkum eru það ráðuneyti skatta- og viðskiptamála sem hafa skorið niður reglubyrði í sínum málaflokkum. Mælist niðurskurður þeirra um 10%, en heildarniðurskurður á reglubyrði danskra fyrirtækja mælist um 5%. Í frétt á vef dönsku samtaka iðnaðarins (Dansk Industri) er þessu jákvæða skefi fagnað, þótt enn sé nokkuð langt í land með að ná 25% takmarkinu. Þar kemur einnig fram að Bendt Bendtsen viðskiptaráðherra fagnar þessum árangri og segir þetta bæta samkeppnisstöðu danskra fyrirtækja og stuðla að auknum hagvexti. Hann lofar áframhaldandi vinnu stjórnvalda í þessa veru. Mikilvægasta einstaka breytingin í Danmörku er fólgin í breyttum reglum sem færa smærri fyrirtækjum aukið val hvað varðar viðskipti við löggilta endurskoðendur, en sambærilegar breytingar hafa verið gerðar í fleiri ríkjum Evrópusambandsins.

Reglubyrði danskra fyrirtækja fer minnkandi, samkvæmt nýrri niðurstöðu reglubundinnar könnunar þeirra á meðal. Árið 2001 einsetti danska ríkisstjórnin sér að minnka reglubyrði danskra fyrirtækja um fjórðung fyrir árið 2010. Síðan þá hafa verið gerðar kannanir á upplifun fyrirtækjanna og nú mælist loks árangur af viðleitni stjórnvalda, fyrirtæki segja reglubyrði á niðurleið. Einkum eru það ráðuneyti skatta- og viðskiptamála sem hafa skorið niður reglubyrði í sínum málaflokkum. Mælist niðurskurður þeirra um 10%, en heildarniðurskurður á reglubyrði danskra fyrirtækja mælist um 5%. Í frétt á vef dönsku samtaka iðnaðarins (Dansk Industri) er þessu jákvæða skefi fagnað, þótt enn sé nokkuð langt í land með að ná 25% takmarkinu. Þar kemur einnig fram að Bendt Bendtsen viðskiptaráðherra fagnar þessum árangri og segir þetta bæta samkeppnisstöðu danskra fyrirtækja og stuðla að auknum hagvexti. Hann lofar áframhaldandi vinnu stjórnvalda í þessa veru. Mikilvægasta einstaka breytingin í Danmörku er fólgin í breyttum reglum sem færa smærri fyrirtækjum aukið val hvað varðar viðskipti við löggilta endurskoðendur, en sambærilegar breytingar hafa verið gerðar í fleiri ríkjum Evrópusambandsins.

Sjá frétt Dansk Industri.

Samtök atvinnulífsins