Fréttir - 

05. Nóvember 2003

Dagur samkeppnishæfni 14. nóvember

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Dagur samkeppnishæfni 14. nóvember

UNICE, Evrópusamtök atvinnulífsins, standa fyrir evrópskum samkeppnisdegi í Brussel föstudaginn 14. nóvember nk. Yfirskrift dagskrárinnar er "frelsum Gúllíver!" og fjallað verður um nauðsyn þess að auka samkeppnishæfni evrópsks starfsumhverfis með því að auka sveigjanleika á vinnumarkaði, draga úr reglubyrði o.fl. Eru fyrirtækjastjórnendur um alla álfu hvattir til að sýna samstöðu og taka þátt. Fulltrúar aðildarríkja og framkvæmdastjórnar ESB munu taka þátt í umræðunum, m.a. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og formaður leiðtográðs ESB.

UNICE, Evrópusamtök atvinnulífsins, standa fyrir evrópskum samkeppnisdegi í Brussel föstudaginn 14. nóvember nk. Yfirskrift dagskrárinnar er "frelsum Gúllíver!" og fjallað verður um nauðsyn þess að auka samkeppnishæfni evrópsks starfsumhverfis með því að auka sveigjanleika á vinnumarkaði, draga úr reglubyrði o.fl. Eru fyrirtækjastjórnendur um alla álfu hvattir til að sýna samstöðu og taka þátt. Fulltrúar aðildarríkja og framkvæmdastjórnar ESB munu taka þátt í umræðunum,  m.a. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og formaður leiðtográðs ESB.

Sjá dagskrá samkeppnisdagsins (pdf-skjal).

Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar hjá Kristófer Má Kristinssyni, forstöðumanni Evrópuskrifstofu atvinnulífsins.

Samtök atvinnulífsins