Dagskrá aðalfundar SA á Nordica 25. apríl

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins verður haldinn á Hótel Nordica þriðjudaginn 25. apríl. Venjuleg aðalfundarstörf hefjast kl. 14:00, en opin dagskrá kl. 15:00 undir yfirskriftinni Meiri árangur - mögnuð áskorun.

Meiri árangur - mögnuð áskorun

Fjallað verður um miklar framfarir og mikinn árangur atvinnulífsins og sjónum beint að framhaldinu. Hvernig höldum við áfram að bæta árangurinn á tímum vaxandi alþjóðlegrar samkeppni? Hvað segja fulltrúar ólíkra atvinnugreina? Hvað segir unga fólkið? Hvað segir einn af ritstjórum Financial Times?

Formaður SA, forsætisráðherra, ritstjóri á Financial Times

Fundinn ávarpa Ingimundur Sigurpálsson formaður SA, Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Quentin Peel, International Affairs Editor, Financial Times, sem fjalla mun um áskoranir og tækifæri á tímum vaxandi alþjóðlegrar samkeppni.

Hringborðsumræður

Að loknum erindum taka við hringborðsumræður um framangreind efni þar sem þátt taka þau Eggert B. Guðmundsson forstjóri HB Granda, Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónsins, Guðbjörg Gissurardóttir framkvæmdastjóri Hönnunarvettvangs og Sigríður Olgeirsdóttir framkvæmdastjóri Ax hugbúnaðarhúss. Fundarstjóri og stjórnandi umræðna verður Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans. Inn á milli verða sýnd svör unga fólksins við spurningum um efni fundarins.

Sjá dagskrá aðalfundar 2006