Efnahagsmál - 

18. Ágúst 2009

Byggja verður upp traust á Íslandi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Byggja verður upp traust á Íslandi

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur Egilsson, segir að taka verði mark á niðurstöðum könnunar alþjóðlegrar lögmannsstofu. Könnunin sýnir meðal annars að yfir 90 prósent þeirra evrópsku banka og fjármálafyrirtækja könnunin náði til ætla ekki að fjárfesta á ný hér á landi.

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur Egilsson, segir að taka verði mark á niðurstöðum könnunar alþjóðlegrar lögmannsstofu. Könnunin sýnir meðal annars að yfir 90 prósent þeirra evrópsku banka og fjármálafyrirtækja könnunin náði til ætla ekki að fjárfesta á ný hér á landi.

Þetta kom fram hjá fréttastofu RÚV sem ræddi við Vilhjálm. Á fréttavef RÚV segir að meirihluti forsvarsmanna fjármálafyrirtækjanna telji að íslensk stjórnvöld hafi mismunað íslenskum og erlendum kröfuhöfum.

Vilhjálmur segir vantraust erlendra fjármálafyrirtækja gera íslenskum fyrirtækjum nánast ómögulegt að fá fé erlendis. Því þurfi að breyta. "Við þurfum að hafa einhvern aðgang að erlendum fjármagnsmörkuðum. Og það þarf að byggja upp traust á landinu og þeim verkefnum sem við erum að leggja í."

Einnig var rætt við Vilhjálm á Morgunvaktinni í ítarlegu viðtali á Rás 2 í morgun, 18. ágúst, um stöðu mála í íslensku viðskipta- og efnahagslífi, helstu hagsmunamál og endurreisn atvinnulífsins. Viðtalið ásamt frétt RÚV má nálgast hér að neðan.

Sjá nánar:

Frétt RÚV 17. ágúst

Morgunvakt Rásar 2 - 18. ágúst

Samtök atvinnulífsins