Efnahagsmál - 

16. júní 2010

BUSINESSEUROPE: Hógvær hagvaxtarspá fyrir Evrópu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

BUSINESSEUROPE: Hógvær hagvaxtarspá fyrir Evrópu

BUSINESSEUROPE (Evrópusamtök atvinnulífsins) birtu í vikunni nýja hagvaxtarspá en Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins eiga aðild að BUSINESSEUROPE. Samtökin spá hægum efnahagsbata í löndum ESB og gera ráð fyrir 1,1% hagvexti á þessu ári og 1,6% á því næsta. Búist er við að atvinnuleysi verði að meðaltali um 10% í löndum ESB og að atvinnuástandið batni ekki fyrr en í árslok 2011. Þó er atvinnuleysi mjög mismunandi milli landa eða frá 5-6% í Austurríki og Hollandi til tæplega 20% á Spáni. BUSINESSEUROPE birtu einnig nýja skýrslu um stöðu evrunnar í vikunni og æskileg viðbrögð til að styrkja framtíð hennar. Skýrsluna má nálgast á vef SA ásamt hagvaxtarspánni.

BUSINESSEUROPE (Evrópusamtök atvinnulífsins) birtu í vikunni nýja hagvaxtarspá en Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins eiga aðild að BUSINESSEUROPE. Samtökin spá hægum efnahagsbata í löndum ESB og gera ráð fyrir 1,1% hagvexti á þessu ári og 1,6% á því næsta. Búist er við að atvinnuleysi verði að meðaltali um 10% í löndum ESB og að atvinnuástandið batni ekki fyrr en í árslok 2011. Þó er atvinnuleysi mjög mismunandi milli landa eða frá 5-6% í Austurríki og Hollandi til tæplega 20% á Spáni. BUSINESSEUROPE birtu einnig nýja skýrslu um stöðu evrunnar í vikunni og æskileg viðbrögð til að styrkja framtíð hennar. Skýrsluna má nálgast á vef SA ásamt hagvaxtarspánni.

Þá skrifuðu formenn aðildarfélaga BUSINESSEUROPE nýverið undir svokallaða Madridar-yfirlýsingu en hún hefur verið kynnt helstu leiðtogum ESB og send til allra þingmanna á Evrópuþinginu. Í yfirlýsingunni er að finna tillögur BUSINESSEUROPE um leiðir Evrópu út úr efnahagsvandanum. Yfirlýsinguna má nálgast hér að neðan.

Sjá nánar á vef BUSINESSEUROPE:

Hagvaxtarspá BUSINESSEUROPE

Skýrsla BUSINESSEUROPE um evruna

Madridar-yfirlýsingin

Samtök atvinnulífsins