Efnahagsmál - 

22. Oktober 2008

Búist við hagvexti á ný 2010

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Búist við hagvexti á ný 2010

Samtök atvinnulífsins gera ráð fyrir að íslenska hagkerfið muni dragast saman um allt að 10% á næsta ári. Atvinnuleysi geti orðið 6-8% og útlit fyrir 15% kaupmáttarrýrnun. Búast megi við hagvexti á ný árið 2010 því tækifæri séu fyrir nýja aðila á íslenskum markaði, einkum í fjármálageiranum. Þetta kemur fram í viðtali Reuters-fréttastofunnar við Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra SA, en fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Samtök atvinnulífsins gera ráð fyrir að íslenska hagkerfið muni dragast saman um allt að 10% á næsta ári. Atvinnuleysi geti orðið 6-8% og útlit fyrir 15% kaupmáttarrýrnun. Búast megi við hagvexti á ný árið 2010 því tækifæri séu fyrir nýja aðila á íslenskum markaði, einkum í fjármálageiranum. Þetta kemur fram í viðtali Reuters-fréttastofunnar við Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra SA, en fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Í frétt blaðsins segir: "Ég held, eða vona, að við munum ná okkur á strik fyrr en margir halda," sagði Vilhjálmur. Nú sé mikilvægast að styrkja krónuna sem muni auðvelda viðskipti við útlönd. Þá segir Vilhjálmur, að verðbólga, sem hafi verið vandamál á Íslandi árum saman, muni hjaðna þegar ró færist yfir gjaldmiðilinn.

Í  umfjöllun mbl.is um frétt Reuters er haft eftir Vilhjálmi að landsframleiðslan í ár verði líklega nánast óbreytt frá því sem var í fyrra því aukningin fyrr á þessu ári vegi upp þann samdrátt sem verði nú í árslok. Búast megi við að 7000 störf muni tapast á næstu vikum og mánuðum og atvinnuleysi verði 3,5-4%. Það gæti farið í 6-8% á næsta ári sem yrði það mesta í meira en áratug. Afar fá fyrirtæki hagnist á þessari stöðu og útflutningsfyrirtæki verði fyrir tjóni, þrátt fyrir gengisfall krónunnar. Stöðugur gjaldmiðill sé einnig lykillinn að því að koma í veg fyrir að kaupmáttur launa hrapi.

Samtök atvinnulífsins