Samkeppnishæfni - 

26. nóvember 2013

Brýnt að samræma eftirlit og einfalda

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Brýnt að samræma eftirlit og einfalda

Sveitarfélögin eru í þeirri stöðu að veita eigin starfsemi starfsleyfi og hafa síðan eftirlit með henni. Það skapar hættu á hagsmunaárekstrum og stangast á við allar góðar stjórnsýsluvenjur, segir Pétur Reimarsson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann vill að heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga verði stokkað upp.

Sveitarfélögin eru í þeirri stöðu að veita eigin starfsemi starfsleyfi og hafa síðan eftirlit með henni. Það skapar hættu á hagsmunaárekstrum og stangast á við allar góðar stjórnsýsluvenjur, segir Pétur Reimarsson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann vill að heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga verði stokkað upp.

"Það er nú rekið í tíu sjálfstæðum umdæmum sem lúta ekki beinu boðvaldi stjórnvaldsstofnana, eins og til dæmis Umhverfisstofnunar. Efnislegum kröfum getur því verið misjafnlega framfylgt eftir umdæmum, sem brenglar samkeppnisstöðu fyrirtækja."

Pétur segir að heilbrigðiseftirlitið hafi eftirlit með fjölbreyttri starfsemi sveitarfélaga, svo sem fráveitna, vatnsveitna, skóla og mötuneyta, en veiti þeim á sama tíma starfsleyfi. "Það skapar hættu á hagsmunaárekstrum og er mjög óeðlilegt," nefnir Pétur.

Hann segir að Samtök atvinnulífsins hafi lagt það til að núverandi umdæmi heilbrigðiseftirlitsins verði sameinuð í eina stofnun. "Þá yrði eftirlitið eins um allt land og ekki þessi hætta á hagsmunaárekstrum." Að sögn Péturs hafa samtökin nú þegar kynnt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þessa hugmynd.  

SA leggja áherslu á að einfalda ferli leyfisveitinga. Oft blasi nær ókleifur múr við þeim sem vilja stofna fyrirtæki og sækja þurfi um leyfi á mörgum stöðum. Betra væri ef það væri hægt á einum stað.

Tengt efni:

Erindi Péturs Reimarssonar á Sjávarútvegsráðstefnunni, 21. nóvember 2013

Samtök atvinnulífsins