Efnahagsmál - 

28. október 2010

Breyttar frádráttarreglur vegna arðs og söluhagnaðar koma í veg fyrir innstreymi fjár til landsins

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Breyttar frádráttarreglur vegna arðs og söluhagnaðar koma í veg fyrir innstreymi fjár til landsins

Samtök atvinnulífsins hvetja stjórnvöld til þess að nýtilkomin skilyrði um að jafna skuli tap til þess að öðlast rétt til frádráttar á móti fengnum arði verði felld niður sem og skilyrði um 10% lágmarkseign hlutafjár. Fyrir liggur að fjöldi fyrirtækja, með yfirfæranlegt skattalegt tap, sjá fram á umtalsverðan skattalegan kostnað við að færa fjármuni frá dótturfélögum til móðurfélags. Þessi meðferð söluhagnaðar veikir samkeppnisstöðu þeirra á alþjóðavettvangi og gerir þeim erfitt fyrir að halda höfuðstöðvum sínum hérlendis.

Samtök atvinnulífsins hvetja stjórnvöld til þess að nýtilkomin skilyrði um að jafna skuli tap til þess að öðlast rétt til frádráttar á móti fengnum arði verði felld niður sem og skilyrði um 10% lágmarkseign hlutafjár. Fyrir liggur að fjöldi fyrirtækja, með yfirfæranlegt skattalegt tap, sjá fram á umtalsverðan skattalegan kostnað við að færa fjármuni frá dótturfélögum til móðurfélags. Þessi meðferð söluhagnaðar veikir samkeppnisstöðu þeirra á alþjóðavettvangi og gerir þeim erfitt fyrir að halda höfuðstöðvum sínum hérlendis.

Þar til á þessu ári höfðu hlutafélög heimild til að draga móttekinn arð og söluhagnað frá tekjuskattsstofni. Áhrif frádráttarreglnanna voru þau að félög sem öfluðu sér m.a. tekna með fjárfestingu í öðrum félögum, greiddu ekki tekjuskatt af arði eða söluhagnaði sem myndaðist af þeirri fjárfestingu. Rökin eru þau að félög sem viðkomandi skattaðili fjárfesti í eru tekjuskattskyld. Þau greiða sjálf tekjuskatt af eigin hagnaði. Þegar raunverulegur eigandi teknanna tekur þær úr samstæðunni greiðir viðkomandi fjármagnstekjuskatt. Þannig var endanlegt tekjuskattshlutfall það sama, hvort sem um var að ræða tekjuöflun innan stærri samstæðna, eða tekjuöflun gegnum eitt félag.

Ný skilyrði hafa tekið gildi um heimild til að draga frá tekjustofni sínum móttekinn arð og söluhagnað frá öðrum hlutafélögum og sambærilegum félögum. Nú þarf að jafna arðgreiðslur eða söluhagnað á móti yfirfæranlegu tapi. Í báðum tilfellum þarf viðkomandi að eiga 10% hlut í félaginu sem greiðir út arðinn eða sem selt var með hagnaði. Arðurinn og hagnaðurinn kann því að verða margskattlagður þar sem fyrirtæki geta ekki nýtt yfirfæranlegt tap fyrri ára á móti öðrum tekjum eða uppfylla ekki skilyrði um 10% eignarhlut. Arði af fjárfestingum verður því haldið utan við lögsögu landsins sem torveldar endurskipulagningu fjölþjóðlegra fyrirtækja sem staðsett eru hérlendis.

Sem dæmi um ósanngirni sem reglan skapar má nefna fyrirtæki C ehf. sem ákveður  að selja dótturfélag í Evrópu með 2 milljarða söluhagnaði. Söluhagnaðurinn er færður til Íslands en þar sem C ehf. á 3 milljarða í yfirfæranlegt tap frá fyrri árum missir fyrirtækið skattafrádrátt. Þannig tapast 360 milljóna króna skattafrádráttur (18% af 2.000 milljónum) við þetta.

Annað dæmi er fyrirtæki, A ehf., sem fær 61 milljón króna í arð frá erlendu dótturfélagi. A ehf. greiðir 11 milljónir kr. í afdráttarskatt í heimaríki dótturfélagsins og flytur eftirstöðvarnar heim. Arður af dótturfélögum er skattfrjáls nema fyrirtækið eigi yfirfæranlegt tap, þá þarf að jafna það fyrst. Skattalegt yfirfæranlegt tap A ehf. er 200 m.kr. Arðurinn dregst frá tapinu og fyrirtækið tapar því 9 m.kr. í skattainneign (18% af 50 m.kr.) við þetta. Arðurinn er margskattlagður, bæði í heimaríki dótturfélagsins og svo hérlendis með tapi á skattinneign. Fyrirtæki B ehf. er í sömu stöðu og A ehf. en áekki yfirfæranlegt tap. Arður frá erlendu dótturfélagi B ehf. er því skattfrjáls.

Samtök atvinnulífsins