Breytingar á skrifstofu Samtaka atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins hafa ráðið tvo nýja starfsmenn á skrifstofu samtakanna, Ingibjörgu Björnsdóttur og Hrafnhildi Stefánsdóttur og hafa þær þegar hafið störf. Álfheiður M. Sívertsen sem lét af störfum hjá SA fyrr í mánuðinum hefur hafið störf hjá Icelandair.

undefined

Ingibjörg  Björnsdóttir hefur verið ráðin til Samtaka atvinnulífsins sem lögmaður á vinnumarkaðssviði samtakanna. Ingibjörg er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Auk þess er hún viðurkenndur bókari frá Háskóla Reykjavíkur. Ingibjörg hefur áður starfað sem löglærður fulltrúi hjá Lögmönnum í Skipholti og LOGOS lögmannsþjónustu ásamt því að hafa starfað sem lögmaður hjá EMBLU lögmönnum og ACTIO ráðgjöf.

undefined

Álfheiður M. Sívertsen lögmaður á vinnumarkaðssviði SA og starfsmaður samtakanna til 15 ára lét af störfum hjá SA í desember. Álfheiður hefur tekið við nýju starfi sem forstöðumaður áhafnadeildar Icelandair.

undefined

Hrafnhildur Stefánsdóttir hefur verið ráðin skjalastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hrafnhildur er  bókasafns- og upplýsingafræðingur frá Háskóla Íslands. Auk þess að vinna fyrir SA  mun hún veita félögum í Húsi atvinnulífsins ráðgjöf við upplýsingastjórnun.

Samtök atvinnulífsins bjóða Ingibjörgu og Hrafnhildi velkomnar til starfa og þakka Álfheiði öflugt og gott starf í þágu samtakanna í gegnum árin.